| Sf. Gutt

Sá besti í Þýskalandi var hjá Liverpool


Besti markmaðurinn í Þýskalandi á síðasta keppnistímabili var um tíma á mála hjá Liverpool. Hann hefur náð langt eftir að hann fór frá Liverpool. 

Péter Gulácsi er ungverskur markmaður sem kom til Liverpool frá MTK Budapest 2007. Hann var lánsmaður fyrsta árið en fékk svo fastan samning. Péter var á samningi hjá Liverpool til 2013. Hann lék aldrei opinberan leik með aðalliðinu en var á bekknum í 51 leik. Hann var í láni hjá Hereford United, Tranmere Rovers og Hull City á meðan hann var hjá Liverpool. 


Árið 2013 yfirgaf Péter Liverpool og gekk til liðs við Red Bull Salzburg. Hann varð austurrískur meistari og bikarmeistari leiktíðarnir 2013/14 og 2014/15. Péter fór svo til þýska liðsins RB Leipzig 2015 og hefur verið þar síðan. Hann fékk silfur í þýsku bikarkeppninni í vor en Leipzig tapaði þá 3:0 í úrslitum fyrir Bayern München.  

Péter var eftir síðustu leiktíð valinn besti markmaður deildarinnar og í úrvalslið hennar af hinu virta tímariti Kicker. Hann hélt marki sínu 16 sinnum hreinu í deildinni sem er magnaður árangur. Péter hefur verið aðalmarkmaður Ungverja síðustu árin. 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan