| Sf. Gutt
Hollenski ungliðinn Sepp van der Berg er orðinn leikmaður Evrópumeistara Liverpool. Tilkynnt var í dag að Sepp hafi gert samning við Liverpool. Hollenski strákurinn er aðeins 17 ára og kemur frá PEC Zwolle. Samkæmt frétt BBC borgaði Liverpool Zwolle 1,3 milljónir sterlingspunda en upphæðin gæti farið upp í 4,4 milljónir ef ákveðin ákvæði koma til framkvæmda.
Sepp er miðvörður og talinn einn sá efnilegasti í sinni stöðu í Hollandi og þótt víðar væri leitað. Nokkur af stærri félögum Evrópu höfðu hug á að næla í Sepp en hann valdi Liverpool sem næsta áfangastað á ferli sínum.
Sepp mun örugglega til að byrja með spila með varaliði Liverpool. Það má þó ljóst vera að hann er talinn framtíðarleikmaður í aðalliðinu.
TIL BAKA
Sepp kominn til Liverpool
Hollenski ungliðinn Sepp van der Berg er orðinn leikmaður Evrópumeistara Liverpool. Tilkynnt var í dag að Sepp hafi gert samning við Liverpool. Hollenski strákurinn er aðeins 17 ára og kemur frá PEC Zwolle. Samkæmt frétt BBC borgaði Liverpool Zwolle 1,3 milljónir sterlingspunda en upphæðin gæti farið upp í 4,4 milljónir ef ákveðin ákvæði koma til framkvæmda. Sepp er miðvörður og talinn einn sá efnilegasti í sinni stöðu í Hollandi og þótt víðar væri leitað. Nokkur af stærri félögum Evrópu höfðu hug á að næla í Sepp en hann valdi Liverpool sem næsta áfangastað á ferli sínum.
Sepp mun örugglega til að byrja með spila með varaliði Liverpool. Það má þó ljóst vera að hann er talinn framtíðarleikmaður í aðalliðinu.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Jeremine Frimpong meiddur -
| Sf. Gutt
Vildi sýna öllum virðingu -
| Sf. Gutt
Alisson meiddur -
| Sf. Gutt
Curtis með met! -
| Sf. Gutt
Stórsigur í Þýskalandi! -
| Sf. Gutt
Ryan Gravenberch meiddur -
| Sf. Gutt
Meiðslafréttir -
| Sf. Gutt
Jafnt í fyrsta leik ársins -
| Sf. Gutt
Matt Beard borinn til grafar -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu
Fréttageymslan

