| Sf. Gutt

Fyrstu kaupin?

Evrópumeistarar Liverpool eru að vinna í því að kaupa ungan hollenskan miðvörð. Traustustu fjölmilar flytja fréttir af þessu. Pilturinn heitir Sepp van der Berg. Hann er leikmaður PEC Zwolle og þykir eitt mesta efni Hollands í sinni stöðu. 

Sepp er 17 ára en fleiri stórlið hafa áhuga á honum þannig að ekki er víst að Liverpool fái hann til kaups. Bæði Liverpool Echo og BBC greina frá því að Liverpool hafi hug á að kaupa Sepp þannig að það er næst víst að verið er að vinna í málinu.


 


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan