| Sf. Gutt
Rafael Benítez sendi Liverpool skemmtilega kveðju, á samskiptamiðlinum Twitter, í kjölfar þess að liðið varð Evrópumeistari. Hann bauð svo Jürgen Klopp velkominn í merkilegt félag!
,,Hamingjuóskir til @LFC og stuðningsmanna liðsins. Velkominn í félagið Jürgen. #UCLfinal #Liverpool #YNWA #Sixtimes."
Félagið sem Rafael Benítez býður Jürgen Klopp velkominn í er auðvitað félag þeirra framkvæmdastjóra sem hafa unnið Evrópubikarinn. Hugsanlega félag framkvæmdastjóra Liverpool sem hafa fært Evrópubikarinn heim á Anfield Road. Þetta eru þeir Bob Paisley 1977, 1978 og 1981, Joe Fagan 1984, Rafael Benítez 2005 og nú Jürgen Klopp 2019.
Rafael Benítez hefur ennþá sterkar taugar til Liverpool og fer ekkert í felur með aðdáun sína á félaginu, stuðningsmönnum þess og borginni. Það þarf ekkert að efast um með hvaða liði hann hélt þegar Liverpool og Tottenham Hotspur léku til úrslita um Evrópubikarinn í Madríd!
TIL BAKA
Velkominn í félagið!

Rafael Benítez sendi Liverpool skemmtilega kveðju, á samskiptamiðlinum Twitter, í kjölfar þess að liðið varð Evrópumeistari. Hann bauð svo Jürgen Klopp velkominn í merkilegt félag!

,,Hamingjuóskir til @LFC og stuðningsmanna liðsins. Velkominn í félagið Jürgen. #UCLfinal #Liverpool #YNWA #Sixtimes."

Rafael Benítez hefur ennþá sterkar taugar til Liverpool og fer ekkert í felur með aðdáun sína á félaginu, stuðningsmönnum þess og borginni. Það þarf ekkert að efast um með hvaða liði hann hélt þegar Liverpool og Tottenham Hotspur léku til úrslita um Evrópubikarinn í Madríd!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Æfingaleikir sumarsins -
| Sf. Gutt
Annar nýr markmaður -
| Sf. Gutt
Milos Kerkez kominn til Liverpool -
| Sf. Gutt
Nathaniel Phillips heldur á braut -
| Sf. Gutt
Skjaldarleikurinn liggur fyrir! -
| Sf. Gutt
Florian Wirtz keyptur fyrir metfé! -
| Sf. Gutt
Vitezslav Jaros lánaður -
| Sf. Gutt
Leikjadagskráin birt -
| Sf. Gutt
Ungliðar á braut -
| Sf. Gutt
Það fengust peningar fyrir Trent
Fréttageymslan