| Grétar Magnússon

Æfingaleik við Schalke frestað

Fyrirhuguðum æfingaleik við þýska liðið Schalke sem fara átti fram þriðjudaginn 6. ágúst hefur verið frestað. Er það gert vegna þess að Liverpool hefur leik í úrvalsdeildinni föstudaginn 9. ágúst.

Forráðamönnum Liverpool þykir væntanlega of skammur tími líða á milli síðasta æfingaleiksins og fyrsta leik keppnistímabilsins. Því var ákveðið að fresta leiknum í samráði við þýska félagið og stefnt er á að liðin leiði saman hesta sína í ágúst 2020.TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan