| Sf. Gutt

Allt það helsta um sjötta Evrópubikarsigurinn


Liverpool vann Evrópubikarinn í sjötta sinn með því að leggja Tottenham Hotspur að velli í úrslitaleik í Madríd. Hér eru nokkrar staðreyndir um sjötta Evrópubikartitil Liverpool. Það kennir ýmissa grasa!

Allt það helsta um sjötta Evrópubikarsigurinn!

Liverpool: Alisson Becker, Trent Alexander-Arnold, Joël Matip, Virgil van Dijk, Andrew Robertson, Jordan Henderson (Fyrirliði), Fabinho Tavarez, Georginio Wijnaldum (James Milner 62. mín.), Mohamed Salah, Roberto Firmino (Divock Origi 58. mín.) og Sadio Mané (Joe Gomez 90. mín.). Ónotaðir varamenn:  Simon Mignolet, Caoimhin Kelleher, Dejan Lovren, Alberto Moreno, Adam Lallana, Alex Oxlade-Chamberlain, Xherdan Shaqiri, Daniel Sturridge og Rhian Brewster.

Mörk Liverpool: Mohamed Salah, víti, (2. mín.) og Divock Origi (87. mín.). 

Tottenham Hotspur:
 Hugo Lloris (Fyrirliði), Kieran Trippier, Toby Alderweireld, Jan Vertonghen, Danny Rose, Moussa Sissoko (Eric Dyer 74. mín.), Harry Winks (Lucas Moura 66. mín.) Dele Alli (Fernando Llorente 81. mín.), Christian Eriksen, Son Heung og Harry Kane. Ónotaðir varamenn: Michel Vorm, Paulo Gazzaniga, Davinson Sánchez, Kyle Walker-Peters, Juan Foyth, Serge Aurier, Ben Davies, Erik Lamela og Victor Wanyama.




Áhorfendur á Metropolitano leikvanginum í Madríd: 63.272.

- Liverpool vann Evrópubikarinn í sjötta sinn. Liverpool hefur unnið Evrópubikarinn árin 1977, 1978, 1981, 1984, 2005 og 2019.

- Þetta var níundi úrslitaleikur liðsins um bikarinn. Liverpool tapaði úrslitaleikjum 1985, 2007 og 2018. 

- Liverpool hefur nú unnið 12 Evróputitla. Ekkert enskt lið hefur unnið fleiri Evróputitla. 

- Liverpool er nú komið í þriðja sæti yfir sigursælustu lið keppninnar. Real Madrid hefur unnið keppnina 13 sinnum og AC Milans kemur næst með sjö sigra. 


- Það voru aðeins liðnar 23 sekúndur af úrslitaleiknum þegar Liverpool fékk dæmda vítaspyrnu. Þegar Mohamed Salah skoraði voru 108 sekúndur liðnar. Markið í það þriðja sneggsta í úrslitaleik keppninnar. 


- Divock Origi átti þrjú skot á markrammann í Meistaradeildinni og skoraði úr öllum skotunum. 

- Mohames Salah skoraði flest Evrópumörk Liverpool eða fimm. Sadio Mané og Roberto Firmino skoruðu fjögur. Divock Origi skoraði þrjú. Georginio Wijnaldum, Virgil van Dijk  og James Milner skoruðu tvö hvor. Naby Keita og Daniel Sturridge skoruðu eitt mark hvor.

- Alls léku 20 leikmenn með Liverpool í keppninni. 


- Alisson Becker var sá eini sem spilaði alla leiki Liverpool í keppninni frá upphafi til enda. 

- Alisson varð fyrsti markmaðurinn frá því 2010 til að halda hreinu í úrslitaleik. Hann varði átta sinnum í leiknum.  

- Alisson hélt sex sinnum hreinu í keppninni. 

- Trent Alexander-Arnold varð yngstur leikmanna Liverpool, 20 ára og 237 daga gamall, til að spila í sigurliði í úrslitaleik um Evrópubikarinn. Hann er líka yngstur leikmanna til að vera tvívegis í röð í byrjunarliði í úrslitaleik í keppninni.

- Jürgen Klopp stýrði Liverpool í þriðja sinn í úrslitaleik á Evrópumóti. Aðeins Bob Paisley hefur farið oftar með Liverpool í úrslitaleik í Evrópukeppni eða fjórum sinnum.


- Jürgen Klopp varð fjórði framkvæmdastjóri Liverpool til að vinna Evrópubikarinn. Bob Paisley 1977, 1978 og 1981, Joe Fagan 1984 og Rafael Benítez 2005 eru hinir til að afreka það hjá Liverpool. 

- Þetta var í sjöunda sinn sem lið frá sama landi kepptu til úrslita um Evrópubikarinn. 

- Liverpool lék í sex löndum á Evrópuvegferð sinni og vann fimm landsmeistara.


- Liverpool vann Bayern Munchen með tveggja marka mun í Þýskalandi. Frá því Bayern vann keppnina síðast 2012/13 hafa öll lið unnið keppnina sem hafa unnið Bayern með tveggja marka mun í 16 liða úrslitum eða seinna.  

- Þetta var í fyrsta skipti sem Liverpool leikur keppnisleik í júní. 


- Jordan Henderson varð fimmti fyrirliði Liverpool til að taka við Evrópubikarnum. Emlyn Hughes tók við bikaranum 1977 og 1978. Phil Thompson var fyrirliði 1981, Greame Souness 1984 og Steven Gerrard 2005. 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan