| Sf. Gutt

Landsleikjafréttir


Keppni í Þjóðadeildinni lauk í dag. Portúgal vann úrslitaleikinn við Holland 1:0. Goncalo Guede skoraði sigurmarkið. Wigil van Dijk og Georginio Wijnaldum voru í liði Hollands. Ryan Babel, fyrrum leikmaður Liverpool, var í byrjunarliði Hollands. Leikurinn var jafn og gat farið á hvorn veg sem var. 

England vann Sviss í leik um þriðja sætið. LEiknum lauk án marka eftir framlengingu en England vann 6:5 í vítaspyrnukeppni. Trent Alexander-Arnold og Joe Gomez voru í liði Englands. Xherdan Shaqiri hóf leikinn fyrir Sviss en fór meiddur af velli. 

Halland vann England 3:1 eftir framlengingu í undanúrslitum og Portúgal lagði Sviss 3:1. Jordan Henderson kom inn á sem varamaður hjá Englandi. Xherdan lék með Sviss.  

Roberto Firmino skoraði í 7:0 sigri Brasilíu á Hondúras. Alisson Becker stóð í markinu. Roberto kom inn á sem varamaður. Philippe Coutinho, fyrrum leikmaður Liverpool, skoraði úr víti. Brasilíumenn búa sig nú undir Suður Ameríkukeppnina. 


Andrew Robertson skoraði með glæsilegu langskoti þegar Skotar unnu Kýpur 2:1. Oliver Burke skoraði sigurmark Skota sem léku í fyrsta sinn undir stjórn Steve Clarke sem var þjálfari hjá Liverpool á valdatíð Kenny Dalglish. 

Dejan Lovren var í liði Króata sem unnu Wales 2:1. Harry Wilson spilaði með Wales. 

Simon Mignolet og Divock Origi voru varamenn hjá Belgum sem unnu Kazakstan 3:0. 
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan