| Sf. Gutt

Sigur hjá goðsögnunum

Goðsagnir Liverpool kepptu við goðsagnalið Borussia Dortmund í Hong Kong í dag og unnu góðan 3:2 sigur. Robbie Fowler skoraði sigurmarkið!


Salif Diao skoraði fyrsta mark leiksins eftir fimm mínútur en Mladen Petric jafnaði. Liverpool beið ekki boðana og strax eftir upphafsspyrnuna skoraði Salif með skoti frá miðjunni! Þýska liðið jafnaði aftur með marki Ewerton. Bæði lið fengu færi í síðari hálfleik en Liverpool náði sigri. Liverpool fékk víti þegar Luis Garcia var felldur. Robbie Fowler tók vítið og skoraði af öryggi. Góður sigur og eftir leik fögnuðu leikmenn Liverpool með því að hampa uppblásnum Evrópubikar fyrir framan stuðningsmenn sína. Rúmlega 20.000 áhorfendur voru á leiknum. Það gladdi viðstadda þegar Jose Enrique kom til leiks. Hann hefur náð góðum bata eftir að hafa fengið heilaæksli. Hann sagði eftir leikinn að það hefði verið ótrúlega tilfinningu að klæðast Liverpool búningnum aftur eftir að hafa verið í baráttu fyrir lífi sínu fyrir einu ári.  

Liverpool: Sander Westerveld, Jason McAteer, Björn Tore Kvarme, Daniel Agger, Glen Johnson, Salif Diao, Patrick Berger, Dirk Kuyt, Steve McManaman, Luis Garcia og Robbie Fowler. Varamenn voru Stephane Henchoz, Jose Enrique, Phil Babb, Vladimir Šmicer og Igor Biscan.

Hér eru
myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.

Þetta er þriðji leikur goðsagna Liverpool á árinu. Liðið vann úrvalslið Írlands í Dublin í apríl. Í mars vann Liverpool svo AC Milan á Anfield í leik sem Steven Gerrard tryggði sigur á síðustu mínútu. 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan