| Sf. Gutt

Staðfest dagsetning á Skjaldarleiknum


Búið er að staðfesta dagsetningu og leiktíma á Skajaldarleik Liverpool og Manchester City. Hann fer fram á Wembley sunnudaginn 4. ágúst og hefst klukkan þrjú að íslenskum tíma. 

Eins og fram hefur komið fékk Liverpool boð í leikinn um Samfélagsskjöldin vegna þess að Manchester City vann bæði deildina og FA bikarinn. Reyndar vann City Deildarbikarinn og þar með Þrennu sem ekki hefur áður unnist á Englandi. Skjöldurinn er líka vistaður í herbúðum City. En þegar lið vinnur bæði deildina og FA bikarkeppnina fær liðið sem er í öðru sæti deildarinnar boð í Skjaldarleikinn. 


Liverpool hefur 15 sinnum unnið Skjöldinn eða deilt honum honum eftir jafntefli eins og áður tíðkaðist. Manchester City hefur fimm sinnum unnið Skjöldinn. Manchester United hefur oftast unnið Skjöldinn eða í 21 skipti. Arsenal hefur unnið hann 15 sinnum eins og Liverpool.  

Það væri magnað að byrja nýja leiktíð með því að vinna Samfélagskjöldinn. Þó ekki sé um stórtitil að ræða er alltaf gaman að vinna Skjöldinn og byrja nýtt keppnistímabil vel. 




TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan