| Sf. Gutt

Æfingaleikir sumarsins


Í dag var æfingaleikjadagskrá sumarsins hjá Evrópumeisturunum birt. Liverpool leikur átta æfingaleiki áður en næsta keppnistímabil hefst. Tveir fyrstu verða á Englandi áður en haldið verður yfir Atlandsála þar sem þrír leikir eru á dagskrá. Þegar frá Bandaríkjunum kemur verður leikið í Skotlandi og Sviss áður en síðasti leikurinn fer fram heima á Anfield. Hér að neðan er dagskárin. 


Fimmtudagur 11. júlí – Tranmere Rovers v Liverpool – Prenton Park.
Sunnudagur 14. júlí – Bradford City v Liverpool – Northern Commercials Stadium.
Föstudagur 19. júlí - Liverpool v Borussia Dortmund - Notre Dame Stadium Indiana Bandaríkjunum.


Sunnudagur 21. júlí - Liverpool v Sevilla - Fenway Park  Boston Bandaríkjunum.
Miðvikudagur 24. júlí - Liverpool v Sporting Lissabon - Yankee Stadium New York City Bandaríkjunum.
Sunnudagur 28. júlí – Liverpool v Napoli – BT Murrayfield Edinborg Skotlandi.
Miðvikudagur 31. júlí – Liverpool v Lyon – Stade de Geneve - Sviss.
Þriðjudagur 6. ágúst – Liverpool v Schalke – Anfield Road  Liverpool.


Það verður spennandi að fylgjast með æfingaleikjunum og víst er að mikill áhugi verður á þeim. Ekki minnkaði hann þegar Liverpool varð Evrópumeistari.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan