| Sf. Gutt

Boð í Heimsmeistarakeppni félagsliða!


Með því að vinna Evrópubikarinn vann Liverpool sér inn boð í Heimsmeistarakeppni félagsliða. Keppnin fer fram Katar í desember. Þetta er eina keppnin sem nú er haldin sem Liverpool hefur möguleika á að vinna en ekki unnið.Heimsmeistarakeppni félagsliða hefur verið haldin frá því 2005 með því sniði að þar spila meistaralið hverrar heimsálfuálfu. Real Madrid vann keppnina í fyrra en þá tóku sjö lið þátt. Real hefur oftast unnið keppnina eða fjórum sinnum þar af síðustu þrjú árin. Liverpool keppti til úrslita árið 2005 sem Evrópumeistari og vann Deportivo Saprissa frá Kosta Ríka 3:0 í undanúrslitum en tapaði 1:0 í úrsitum fyrir São Paulo frá Brsilíu. Lánið lék ekki við Liverpool sem hafði mikla yfirburði í leiknum lengst af. Liverpool fær nú aftur tækifæri til að vinna þennan titil og vonandi tekst að bæta honum á afrekskrá félagsins. 

Frá 1960 til 2004 kepptu álfumeistarar Evrópu og Suður Ameríku í einum úrslitaleik um það sem mætti kalla Álfumeistaratitil. Liverpool lék tvívgis um þennan titil sem ríkjandi Evrópumeistari en tapaði í bæði skiptin. Fyrst 3:0 fyrir brasilíska liðinu Flamengo 1981 og svo 1:0 fyrir Independiente frá Argentínu árið 1984. Síðast var keppt um þennan titil 2004. AC Milan, Real Madrid, Peñarol, Boca Juniors og Nacional unnu þessa keppni oftast eða þrisvar sinnum hvert félag. 


Sem fyrr segir fer Heimsmeistarakeppni félagsliða 2019 fram í Katar í desember. Enn er ekki ljóst um öll liðin sem taka þátt. Liverpool kemur til leiks í undanúrslit og það sama má segja um meistara Suður Ameríku. Það fyrirkomulag hefur verið á keppninni frá upphafi. 

Vonandi nær Liverpool að enda árið með heimsmeistaratitli! Það yrði fullkomið!

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan