| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Stórbikar Evrópu
Eftir frækinn sigur okkar manna í Meistaradeildinni er ljóst að liðið mun leika um Stórbikar Evrópu. Mótherjinn verður sigurvegari Evrópudeildarinnar, Chelsea.

Leikurinn fer fram þann 14. ágúst og verður leikinn í Istanbúl og vekur það auðvitað upp góðar minningar frá árinu 2005 þó svo að leikvangurinn sé reyndar ekki sá sami nú. Að þessu sinni verður leikið á Besiktas Park sem er jú eins og nafnið gefur til kynna heimavöllur Besiktas en þar er Loris Karius á láni.
Þetta verður í fyrsta sinn síðan árið 2005 sem okkar menn leika um þennan bikar en þá vannst sigur á CSKA Moskvu 3-1 í Mónakó.
Mótherjinn er, eins og áður sagði, Chelsea sem sigruðu Arsenal 4-1 í úrslitaleik Evrópudeildarinnar.

Leikurinn fer fram þann 14. ágúst og verður leikinn í Istanbúl og vekur það auðvitað upp góðar minningar frá árinu 2005 þó svo að leikvangurinn sé reyndar ekki sá sami nú. Að þessu sinni verður leikið á Besiktas Park sem er jú eins og nafnið gefur til kynna heimavöllur Besiktas en þar er Loris Karius á láni.
Þetta verður í fyrsta sinn síðan árið 2005 sem okkar menn leika um þennan bikar en þá vannst sigur á CSKA Moskvu 3-1 í Mónakó.
Mótherjinn er, eins og áður sagði, Chelsea sem sigruðu Arsenal 4-1 í úrslitaleik Evrópudeildarinnar.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Aftur til æfinga -
| Sf. Gutt
Minningarorð Arne Slot -
| Sf. Gutt
Í minningu Diogo Jota -
| Sf. Gutt
Bræðurnir Diogo og André bornir til grafar -
| Sf. Gutt
Diogo Jota látinn -
| Sf. Gutt
Af EM -
| Sf. Gutt
Bara Real Madrid! -
| Sf. Gutt
Þrír Evrópumeistarar! -
| Sf. Gutt
Æfingaleikir sumarsins -
| Sf. Gutt
Annar nýr markmaður
Fréttageymslan