| Sf. Gutt

Yrði mitt mesta afrek!


Jürgen Klopp sagði fyrir ári að mesta afrek sitt á knattspyrnustjóraferlinum hefði verið þegar hann kom Mainz upp í efstu deild í Þýskalandi. 

,,Já, ef við vinnum úrslitaleikinn! Það yrði öðruvísi en síðustu úrslitaleikir. Er það mesta afrek mitt á framkvæmdastjóraferlinum að koma liði aftur í úrslitaleik Meistaradeildarinnar? Nei! Stærsta stundin átti sér stað árið 2004 þegar Mainz komst upp. Það mun ekki breytast því það var mesta afrek mitt á ferlinum. Ef allt er tekið með í reikninginn. Hversu lítið fjármagn við höfðum, allar aðstæður og svo vildi enginn fá okkur upp í efstu deild. Að koma liðinu upp var, hingað til, mesta afrek mitt. En ef ég næði að leiða Liverpool til sigurs í Meistaradeildinni þá yrði ég að hugsa málið upp á nýtt. En hingað til er afrekið að koma Mainz upp það mesta!"

Svo mörg voru þau orð!


Jürgen Klopp spilaði með Mainz frá 1990 til 2001 en þá lagði hann skóna á hilluna um leið og honum bauðst að taka við liðinu. Á leiktíðinni 2003/04 tókst Mainz að komast upp í efstu deild í Þýskalandi í fyrsta sinn í sögu félagsins. Vorið 2007 féll Mainz. Jürgen náði ekki að koma liðinu aftur upp í efstu deild og sagði af sér vorið 2008. Síðar um vorið tók hann við stjórn Borussia Dortmund. Mainz komst aftur upp í Bundesliguna 2010 og hefur verið þar alla tíð síðan. Hjá félaginu er Jürgen þakkað fyrir að leggja grunn að félaginu eins og það er í dag. 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan