| Sf. Gutt

Stoðsendingar í röðum!

Óhætt er að segja að þeir Trent Alexander-Arnold og Andrew Robertson hafi átt stoðsendingar í röðum á leiktíðinni. Trent setti svo nýtt met í stoðsendingum varnarmanns í Úrvalsdeildinni!Trent lagði upp 12 mörk í Úrvalsdeildinni og er það nýtt met hjá varnarmanni. Andrew var honum skammt að baki með 11 stoðsendingar sem er jafnt gamla metinu. Þeir félagar lögðu því upp 23 af 89 deildarmörkum Liverpool sem er alveg magnað. Þetta er í fyrsta sinn sem varnarmenn eins liðs leggja upp fleiri en tíu deildarmörk á sömu leiktíðinni. 

Hér að neðan er listinn yfir flestar stoðsendingar í Úrvalsdeildinni frá því hún var stofnuð. Kannski eiga einhverjir varnarmenn fleiri stoðsendingar í efstu deild en sem fyrr segir þá nær þessi listi yfir Úrvalsdeildina. 

Trent Alexander-Arnold, Liverpool 2018/19 - 12
Andrew Robertson, Liverpool 2018/19 - 11 
Leighton Baines,  Everton 2010/11 - 11
Andy Hinchcliffe, Everton 1994/95 - 11
Andy Hinchcliffe, Everton 1996/97 - 9
Nicky Shorey, Reading  2007/08 - 9
Mark Venus, Ipswich 2001/02 - 9

Í heild er Trent kominn með 16 stoðsendingar á leiktíðinni en hann er búinn að leggja upp fjögur mörk í Meistaradeildinni. Eins og allir muna lagði hann upp tvö mörk þegar Liverpool vann Barcelona 4:0 á dögunum. Andrew hefur lagt upp tvö mörk í Meistaradeildinni. Þeir hafa vonandi ekki lagt upp sín síðustu mörk í Meistaradeildinni á þessu keppnistímabili!

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan