| Sf. Gutt

Englandsmeistaratitillinn er í húfi!


Englandmeistaratitillinn er í húfi í dag! Úrslitin ráðast! Liverpool mætir Wolverhampton Wanderes á meðan Manchester City spilar við Brighton and Hove Albion. Liverpool er með 94 stig en Manchester City 95. Liverpool þarf að vinna Wolves og á sama tíma má Manchester City ekki vinna Brighton. Þetta er eina útkoman sem gerir Liverpool að Englandsmeisturum. 


Anfield skartar sínu fegursta og sólin skín. Allar aðstæður eru eins og best geta verið. Stuðningsmenn Liverpool hópast að Musterinu. Rautt og hvítt er liturinn. Jürgen Klopp, framkvæmdastjóri Liverpool, segir að allir verði að einbeita sér að verkefni dagsins. Að vinna Wolves. Annað getur Liverpool ekki gert!


,,Í dag er síðasti leikurinn okkar á Englandi á þessu keppnistímabili og líklega sá erfiðasti. Þetta er líka mikilvægasti leikurinn okkar. Ekki út af því hvað gæti gerst heldur út af því að þetta er næsti leikurinn okkar. Þetta er eini leikurinn sem við höfum áhrif á og getum unnið. Við verðum öll að vera tilbúin í þetta verkefni. Með því meina ég allir sem tengjast Liverpool. Leikmennirnir, þjálfaraliðið og stuðingsmennirnir. Við þurfum að geta brugðist við ákveðnum aðstæðum. Halda einbeitingu og einblína á það sem við erum að fást við!"

Stuðningsmenn Liverpool vona og trúa því að 12. maí 2019 sé dagurinn sem Liverpool vinnur Englandsmeistaratitilinn í 19 sinn og í fyrsta skipti frá því 1990! Það er kominn tími til að Englandsbikarinn komi heim á Anfield!TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan