| Sf. Gutt

Liverpool mætir Tottenham Hotspur í úrslitum!Nú liggur fyrir að Liverpool mætir Tottenham Hotspur í úrslitaleiknum um Evrópubikarinn. Liðin mætast á Metropolitano leikvanginum í Madríd 1. júní. Leikvangurinn er heimavöllur Atletico Madrid. 

Eins og allir vita þá komst Liverpool í úrslit í gærkvöldi eftir ævintýralegan 4:0 sigur á Barcelona á Anfield Road. Barcelona vann fyrri leikinn 3:0 en Liverpool fór áfram 4:3 samanlagt. Ajax tók á móti Tottenham í kvöld eftir að hafa unnið 0:1 í London í síðustu viku. Í kvöld komust þeir í 2:0 en Tottenham náði magnaðri endurkomu með því að skora þrjú mörk í síðari hálfleik og kom það síðasta í viðbótartíma. Liðin skildu því jöfn 3:3 samanlagt en Tottenham fór í úrslit á mörkum á útivelli. 

Það verður því Englandsorrusta í úralitaleiknum um Evrópubikarinn laugardaginn 1. júní. Bæði Liverpool og Tottenham eru komin áfram eftir ótrúlegar endurkomur. Liverpool hefur fimm sinnum unnið Evrópubikarinn og þetta verður níundi úrslitaleikur liðsins um hann. Tottenham leikur í fyrsta sinn til úrslita í þessari keppni. TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan