| Sf. Gutt

Mohamed orðinn markahæsturMohamed Salah varð markakóngur í Úrvalsdeildinni á síðustu  leiktíð. Hann er nú orðinn markahæstur í deildinni eftir mörkin tvö sem hann skoraði á móti Huddersfield Town.


Mohamed er kominn með 21 mark í deildinni þegar Liverpool á tvo leiki eftir. Sadio Mané félagi hans hjá Liverpool kemur næstur honum með 20 mörk. Sergio Aguero framherji Manchester City og Pierre-Emerick Aubameyang sóknarmaður Arsenal koma næstir með 19 mörk. Þess má geta að Mohamed er búinn að leggja upp átta mörk þannig að þeir sem telja að hann Egyptinn hafi ekki staðið sig nógu vel á leiktíðinni ættu að skoða þessar tölur. 


Í heildina er Mohamed búinn að skora 25 mörk á sparktíðinni í öllum keppnum. Vissulega eru mörkin ekki eins mörg og á síðstu sparktíð en þá skoraði hann 44 mörk í öllum keppnum og 32 í deildinni sem var nýtt markamet. Samt er árangurinn hjá Mohamed býsna góður!TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan