| Sf. Gutt

Sigur númer 400!


Sigur Liverpool á Porto á Anfield Road í gærkvöldi var 400. sigurinn á framkvæmdastjóraferli Jürgen Klopp. Af þeim hefur hann unnið 111 hjá Liverpool.

Jürgen Klopp hóf framkvæmdastjóraferil sinn hjá Mainz 05 árið 2001 en þar hafði hann áður spilað í 11 leiktíðir. Jürgen kom Mainz upp í efstu deild í Þýskalandi í fyrsta sinn í sögu félagsins. Liðið féll reyndar undir stjórn hans eftir þrjár leiktíðir í efstu deild en Jürgen er ennþá hetja í Mainz og þykir hafa lagt grunn að styrkri stöðu félagsins sem hefur lengst af verið í efstu deild eftir að Jürgen var þar.  




Jürgen söðlaði um 2008 og tók við  Borussia Dortmund. Þar byggði hann upp meistaralið sem varð þýskur meistari á þriðju leiktíð hans 2010/11 og varði titilinn árið eftir auk þess að vinna Þýsku bikarkeppnina. Dortmund vann líka Þýska stórbikarinn 2013 og 2014. Vorið 2013 tapaði Dortmund úrslitaleiknum um Meistaradeildina fyrir Bayern München.


Vorið 2015 hætti Jürgen hjá Borussia Dortmund sem hetja. Hann tók sér frí frá knattspyrnu. En um haustið ákvað hann að taka tilboði Liverpool um að vera arftaki Brendan Rodgers sem framkvæmdastjóri. Titill hefur enn ekki komi í hús en Liverpool hefur tapað þremur útslitaleikjum. Fyrst um Deildarbikarinn og Evrópudeildina 2016 og svo Meistaradeildina síðasta vor.

En sigurinn á Porto var 400. sigurinn á ferli Jürgen Klopp og það er ekki spurning að hann á eftir að bæta vel í sigrasafnið áður en hann hættir sem framkvæmdastjóri. Svo er að vona að Liverpool vinni titla undir stjórn þessa magnaða Þjóðverja. Hér að neðan er sigurtafla Jürgen Klopp. 


Mainz 05 2001 til 2008 - 109 sigrar.  

Borussia Dortmund 2008 til 2015 - 180 sigrar. 

Liverpool 2015 til ????  - 111 sigar. 

Samtals 400 sigrar!


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan