| Sf. Gutt
        
            
        
        
            
        
        TIL BAKA
    
Furðulegt sigurmark!
            Fyrir einu ári var barátta Liverpool og Manchester City um Englandsmeistaratitilinn í hámarki. Furðulegt sigurmark kom á lokamínútu leiks Liverpool og Tottenham Hotspur á Anfield. 
 
Roberto Firmino kom Liverpool yfir með skalla eftir 16 mínútur þegar hann skallaði fyrirgjöf Andrew Robertson í markið. Liverpool var lengst af betra liðið en þegar 20 mínútur voru eftir jafnaði Lucas Moura.
 
Liðin skiptust á að sækja en á síðustu mínútu leiksins fékk Liverpool horn frá vinstri. Horn Trent Alexander-Arnold var skallað frá. Andrew fékk boltann fyrir utan vítateiginn og sendi aftur á Trent sem gerði á ný tilraun til að gefa fyrir. Sending hans rataði yfir á fjærstög þar sem Mohamed Salah skallaði þvert fyrir markið af stuttu færi. Hugo Lloris fékk boltann beint á sig en missti hann á ótrúlegan hátt frá sér. Boltinn hrökk af fingurgómum Frakkans og út í markteiginn. Þar rakst boltinn í Toby Alderweireld sem vissi ekkert hvað var í gangi og af honum rúllaði boltinn yfir marklíununa fyrir framan The Kop! Sigur Liverpool í höfn!
Bill Shankly sagði áður fyrr á árum að áhorfendur á The Kop hefðu oft sogað boltann inn í markið þegar mikið lá við og tryggt Liverpool sigur. Þetta furðulega mark var fullkomið dæmi um slíkt mark!
        
        
Roberto Firmino kom Liverpool yfir með skalla eftir 16 mínútur þegar hann skallaði fyrirgjöf Andrew Robertson í markið. Liverpool var lengst af betra liðið en þegar 20 mínútur voru eftir jafnaði Lucas Moura.

Liðin skiptust á að sækja en á síðustu mínútu leiksins fékk Liverpool horn frá vinstri. Horn Trent Alexander-Arnold var skallað frá. Andrew fékk boltann fyrir utan vítateiginn og sendi aftur á Trent sem gerði á ný tilraun til að gefa fyrir. Sending hans rataði yfir á fjærstög þar sem Mohamed Salah skallaði þvert fyrir markið af stuttu færi. Hugo Lloris fékk boltann beint á sig en missti hann á ótrúlegan hátt frá sér. Boltinn hrökk af fingurgómum Frakkans og út í markteiginn. Þar rakst boltinn í Toby Alderweireld sem vissi ekkert hvað var í gangi og af honum rúllaði boltinn yfir marklíununa fyrir framan The Kop! Sigur Liverpool í höfn!
Bill Shankly sagði áður fyrr á árum að áhorfendur á The Kop hefðu oft sogað boltann inn í markið þegar mikið lá við og tryggt Liverpool sigur. Þetta furðulega mark var fullkomið dæmi um slíkt mark!
Nýlegar fréttir
        - 
                         | Sf. Gutt
 Óheppnasti leikmaður í heimi?
- 
                         | Sf. Gutt
 Úr leik!
- 
                         | Sf. Gutt
 Verðum að leggja harðar að okkur!
- 
                         | Sf. Gutt
 Jeremine Frimpong meiddur
- 
                         | Sf. Gutt
 Vildi sýna öllum virðingu
- 
                         | Sf. Gutt
 Alisson meiddur
- 
                         | Sf. Gutt
 Curtis með met!
- 
                         | Sf. Gutt
 Stórsigur í Þýskalandi!
- 
                         | Sf. Gutt
 Ryan Gravenberch meiddur
- 
                         | Sf. Gutt
 Meiðslafréttir
Fréttageymslan
        
