| Sf. Gutt

Mohamed Salah fær landsleikjafrí


Sem betur fer þarf Mohamed Salah ekki að þreyta sig í landsleikjahrotunni. Hann fékk frí frá leikjum egypska landsliðsins og fór í afslöppun áður en hann kemur aftur til æfinga. Vonandi kemur hann endurnærður úr fríinu í lokasprettinn á leiktíðinni.


Sumum finnst að Moahmed hafi ekki leikið jafn vel á leiktíðinni og á þeirri síðustu. Hann er samt búinn að skora 20 mörk í öllum keppnum. Í deildinni er hann með 17 mörk og er einu á eftir Sergio Aguero framherja Manchester City. Mohamed hefur átt sjö stoðsendingar sem er það mesta hjá þeim sem hafa skorað flest mörk í deildinni. Mohamed hefur skorað sex sigurmörk, fengið fjórar vítaspyrnur og skapað 13 góð færi. Hann hefur því sannarlega lagt sitt af mörkum þó mörkin séu ekki jafn mörg og á síðasta keppnistímabili sem var einstakt.  


Það væri vissulega gott ef Mohamed Salah, sem hefur ekki skorað í síðustu sjö leikjum, færi að skora á nýjan leik. Vonandi gerir fríið honum gott í þeim efnum!

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan