| Sf. Gutt

Vildi bæta fyrir og gerði það!


James Milner tryggði Liverpool geysilega mikilvægan 1:2 sigur á Fulham með því að skora úr víti. Hann taldi sig bera ábyrgð á að Liverpool var komið í vandræði eftir að Ryan Babel, fyrrum leikmaður Liverpool hafði jafnað í 1:1. Eitt og annað fór í gegnum huga James áður en hann tók vítið. 

,,Auðvitað hugsaði ég um það sem hafði gerst og mér fannst að ég bæri kannski ábyrgð á því. Markið hjá mér var mikilvægt og bætti upp fyrir það sem hafði gerst. Ég er búinn að æfa vítaspyrnur í mörg ár og þegar út í leik er komið verður maður einfaldlega að gera það sem maður hefur verið að æfa. Maður verður að halda ró sinni og vita hvað maður ætlar að gera."

Þetta gekk allt upp hjá James sem skoraði örugglega úr vítinu og bætti upp fyrir þau mistök sem honum fannst hafa gert. Markið tryggði mikilvægan sigur og kom Liverpool á toppinn í deildinni.
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan