| Grétar Magnússon

Dregið á morgun

Dregið verður í 8-liða úrslitum Meistaradeildar á morgun, föstudaginn 15. mars klukkan 11:00 að íslenskum tíma.


Þau lið sem eru eftir í keppninni eru: Ajax, Barcelona, Juventus, Liverpool, Manchester City, Manchester United, Porto og Tottenham.

Allir geta mætt öllum og það eru því ansi miklar líkur á því að það verði slagur á milli enskra liða í næstu umferð enda er helmingur liðanna frá Englandi. Sennilega vilja ensku liðin sleppa því að mæta hvert öðru en þetta mun jú allt koma í ljós.

Fyrri leikirnir í 8-liða úrslitum fara fram 9. og 10. apríl og þeir síðari vikuna á eftir nánar tiltekið 16. og 17. apríl.

Eftir frábæran sigur okkar manna í Þýskalandi í gær bíðum við nú spennt eftir því að sjá hver næsti mótherji verður. Við munum að sjálfsögðu fylgjast með drættinum á morgun hér á vefnum.



TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan