| Sf. Gutt

Roy Hodgson setti met í fyrradag þegar hann varð elstur manna til að stjórna liði í leik sem framkvæmdastjóri í Úrvalsdeildinni. Þann 23. febrúar mætti Crystal Palace Leicester á útivelli og vann 1:4. Roy var þá 71 árs og 198 daga gamall. Hann er hvergi af baki dottinn og bætir metið jafnt og þétt.
Allt gekk á afturfótunum þann tíma sem Roy Hodgson var framkvæmdastjóri Liverpool en það var ekki honum að kenna að hann skyldi vera ráðinn. Margt var honum mótdrægt og ekki síst fjárhagsástæður félagsins. En hvað sem má um Roy segja þá vantar ekkert upp á ástríðu hans fyrir knattspyrnu og hann hefur gert margt gott á þjálfaraferlinum sem spannar rúmlega fjóra áratugi. Hann er nú hjá Crystal Palace en það var félagið sem hann hélt með í barnæsku.
TIL BAKA
Roy Hodgson með met!

Roy Hodgson setti met í fyrradag þegar hann varð elstur manna til að stjórna liði í leik sem framkvæmdastjóri í Úrvalsdeildinni. Þann 23. febrúar mætti Crystal Palace Leicester á útivelli og vann 1:4. Roy var þá 71 árs og 198 daga gamall. Hann er hvergi af baki dottinn og bætir metið jafnt og þétt.

Allt gekk á afturfótunum þann tíma sem Roy Hodgson var framkvæmdastjóri Liverpool en það var ekki honum að kenna að hann skyldi vera ráðinn. Margt var honum mótdrægt og ekki síst fjárhagsástæður félagsins. En hvað sem má um Roy segja þá vantar ekkert upp á ástríðu hans fyrir knattspyrnu og hann hefur gert margt gott á þjálfaraferlinum sem spannar rúmlega fjóra áratugi. Hann er nú hjá Crystal Palace en það var félagið sem hann hélt með í barnæsku.
Þjálfaraferill 1976-????:
1976-1980. Halmstad (Svíþjóð)
1982. Bristol City
1983-1985. Örebro (Svíþjóð)
1985-1990. Malmö FF (Svíþjóð)
1990-1992. Neuchâtel Xamax (Sviss)
1992-1995. Landslið Sviss
1995-1997. Inter Milan (Ítalía)
1997-1998. Blackburn Rovers
1999. Inter Milan (Ítalía)
1999-2000. Grasshopper (Sviss)
2000-2001. F.C. Kaupmannahöfn (Danmörk)
2001. Udinese (Ítalía)
2002-2004. Landslið Sameinuðu arabísku furstadæmana
2004-2005. Viking (Noregur)
2006-2007. Landslið Finnlands


2007-2010. Fulham


2010 - 2011. Liverpool


2011–2012. West Bromwich Albion


2012–2016. Landslið Englands
2013. England undir 21. árs liðið. Stýrði því í einum leik.
2017–????. Crystal Palace
Titlar:
Halmstad: Svíþjóðarmeistari 1976 og 1979.
Malmö FF: Svíþjóðarmeistari 1985, 1986, 1987, 1988 og 1989. Bikarmeistari 1986 og 1989.
Neuchâtel Xamax: Stórbikar Sviss 1990.
Neuchâtel Xamax: Stórbikar Sviss 1990.
F.C. Kaupmannahöfn: Danmerkurmeistari 2001. Stórbikar Danmerkur 2001.
Svissneska landsliðið: Kom liðinu í úrslitakeppni Heimsmeistarakeppninnar í Bandaríkjunum 1994.
Enska landsliðið: Kom liðinu í úrslitakeppni Heimsmeistarakeppninnar í 2014. Stýrði liðinu í úrslitakeppni Evrópukeppni landsliða 2012 og 2016.


Framkvæmdastjóri ársins á Englandi 2010.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Í minningu Diogo Jota -
| Sf. Gutt
Bræðurnir Diogo og André bornir til grafar -
| Sf. Gutt
Diogo Jota látinn -
| Sf. Gutt
Af EM -
| Sf. Gutt
Bara Real Madrid! -
| Sf. Gutt
Þrír Evrópumeistarar! -
| Sf. Gutt
Æfingaleikir sumarsins -
| Sf. Gutt
Annar nýr markmaður -
| Sf. Gutt
Milos Kerkez kominn til Liverpool -
| Sf. Gutt
Nathaniel Phillips heldur á braut
Fréttageymslan