| Sf. Gutt

Áfram í Unglingabikarnum

Liverpool komst í vikunni áfram í átta liða úrslit í Unglingabikarkeppninni. Liðið er gott og verður áhugavert að sjá hvort það kemst í undanúrslit. Liverpool mætir Bury á útivelli í undanúrslitum í byrjun mars. 

Liverpool komst í undanúrslit með því að vinna Wigan Athletic 2:0. Paul Glatzel og Bobby Duncan skoruðu mörkin. Þeir félagar hafa raðað inn mörkum á leiktíðinni og samtals hafa þeir skorað 43 mörk í öllum keppnum!

Hér eru myndir úr leik Liverpool og Wigan af Liverpoolfc.com.

Í síðasta mánuði komst Liverpol í gegnum 4. umferð með að því vinna öruggan 4:0 sigur á Accrington Stanley. Rhys Williams skoraði fyrsta mark Liverpool áður en Paul Glatzel skoraði þrennu. 

Hér eru  myndir úr leik Liverpool og Accrington Stanley af Liverpool.com.

Í desember komst Liverpool áfram úr 3. umferð með 3:2 sigri á Portsmouth. Bobby Duncan og Abdi Sharif komu Liverpool í 2:0 og allt stefndi í þægilegan sigur. Portsmouth náði með seiglu að jafna 2:2 en Bobby skoraði sitt annað mark og tryggði Liverpool 3:2 sigur þegar komið var fram í viðbótartíma. 

Unglingabikarkeppnin hefur farið fram frá því leiktíðina 1952/53. Liverpool hefur unnið keppnina þrisvar sinnum. Fyrst 1996 og svo tvö ár í röð 2006 og 2007. Á myndinni hér til hliðar er sigurliðið frá 1996. Í því voru til dæmis Jamie Carragher og Michael Owen.

Chelsea hefur haft mikla yfirburði í keppninni síðustu árin og unnið hana síðustu fimm árin. Liðið er reyndar úr leik núna. Liðin í keppninni eru skipuð leikmönnum undir 18 ára.

 
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan