| Sf. Gutt

Hápunktur ársins 2018 - númer 2

Í kringum áramótin könnuðum við hvaða atburður ársins lesendum Liverpool.is þótti merkilegastur. Við förum nú yfir niðurstöðurnar.

Þann 19. júlí 2018 keypti Liverpool markmann Roma Alisson Becker. Það var fljótlega ljóst að Liverpool hafði fjárfest í markmanni sem var í hæsta gæðaflokki. Hann hélt til dæmis hreinu í fyrstu fimm deildarleikjum sínum á Anfield. Mögnuð markvarsla hans á lokaandartökum leiks Liverpool og Napoli kom Liverpool áfram í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Ekki vafi á því að þarna gerði Liverpool góð kaup!











Kaupin á Alisson Becker 20%.



TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan