| Grétar Magnússon

Ejaria lánaður aftur

Miðjumaðurinn Ovie Ejaria hefur verið lánaður til Reading sem spila í næst efstu deild Englands.

Í upphafi tímabils var hann lánaður til Rangers í Skotlandi þar sem hann lék undir stjórn Steven Gerrard og þótti standa sig að mestu leyti vel, spilaði 28 leiki og skoraði tvö mörk. Einhverjar ástæður voru fyrir því að hann ákvað að snúa aftur til Liverpool í desember en tækifæri hans með aðalliðinu eru auðvitað ekki mörg sem stendur.

Hann tekur nú slaginn með Reading sem eru í fallsæti í næst efstu deild Englands, liðið er með 20 stig eftir 26 umferðir og þurfa heldur betur að rífa sig í gang ætli þeir sér ekki að falla í League One í vor. Ejaria verður samherji Jóns Daða Böðvarssonar sem hefur verið hjá Reading undanfarin tvö tímabil.


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan