| Sf. Gutt
Sigur Liverpool á Napoli var dýmætur en hann kostaði sitt. Á allra síðustu sekúndu leiksins meiddist Joel Matip og verður frá næstu vikur.
Meiðslin hefðu varla getað verið óheppilegri því svo til um leið og dómarinn flautaði til leiksloka stökk hann upp í skallaeinvígi. Leikmaður Napoli stjakaði við honum þannig að hann lenti illa. Svo illa að viðbein brákaðist og þarf hann að fara í aðgerð. Hann verður frá keppni í sex vikur eða svo.
Þessi meiðsli koma á versta tíma fyrir alla. Joe Gomez meiddist á dögunum og verður álíka lengi frá. Joel lék tvo síðustu leiki í hans stað og spilaði mjög vel. Hann er búinn að vera af og til frá vegna meiðsla en hefði komist inn í liðið. Að minnsta kosti hefði hann spilað eitthvað næstu vilkurnar. Dejan Lovren var frá um daginn vegna heilahristings en kom inn á gegn Napoli. Hann helst vonandi heill því hann og Virgil van Dijk eru nú einu miðverðir Liverpool með einhverja reynslu sem eru leikfærir.
TIL BAKA
Joel Matip meiddur

Meiðslin hefðu varla getað verið óheppilegri því svo til um leið og dómarinn flautaði til leiksloka stökk hann upp í skallaeinvígi. Leikmaður Napoli stjakaði við honum þannig að hann lenti illa. Svo illa að viðbein brákaðist og þarf hann að fara í aðgerð. Hann verður frá keppni í sex vikur eða svo.
Þessi meiðsli koma á versta tíma fyrir alla. Joe Gomez meiddist á dögunum og verður álíka lengi frá. Joel lék tvo síðustu leiki í hans stað og spilaði mjög vel. Hann er búinn að vera af og til frá vegna meiðsla en hefði komist inn í liðið. Að minnsta kosti hefði hann spilað eitthvað næstu vilkurnar. Dejan Lovren var frá um daginn vegna heilahristings en kom inn á gegn Napoli. Hann helst vonandi heill því hann og Virgil van Dijk eru nú einu miðverðir Liverpool með einhverja reynslu sem eru leikfærir.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Bræðurnir Diogo og André bornir til grafar -
| Sf. Gutt
Diogo Jota látinn -
| Sf. Gutt
Af EM -
| Sf. Gutt
Bara Real Madrid! -
| Sf. Gutt
Þrír Evrópumeistarar! -
| Sf. Gutt
Æfingaleikir sumarsins -
| Sf. Gutt
Annar nýr markmaður -
| Sf. Gutt
Milos Kerkez kominn til Liverpool -
| Sf. Gutt
Nathaniel Phillips heldur á braut -
| Sf. Gutt
Skjaldarleikurinn liggur fyrir!
Fréttageymslan