| Sf. Gutt
Nú fyrir stundu var tilkynnt að Sadio Máne hefði gert nýjan langtímasamning við Liverpool. Hann er því ekkert á förum hafi einhverjir haldið það. Þetta eru frábærar fréttir því það skiptir öllu að halda bestu leikmönnum Liverpool hjá félaginu í stað þess að missa þá í burtu.
Sadio hafði meðal annars þetta að segja eftir undirskriftina í kvöld. ,,Ég er sérlega ánægður með að hafa framlengt dvöl mína hérna hjá Liverpool. Þetta er frábær dagur fyrir mig og nú get ég farið að hlakka til þess sem er framundan. Að hjálpa liðinu, aðstoða félagið við að uppfylla drauma þess og þá sérstaklega að vinna titla. Mér finnst að ég hafi tekið bestu ákvörðun á ferli mínum."
Sadio Mané kom til Liverpool frá Southmapton sumarið 2016 og hefur staðið sig mjög vel. Á síðustu leiktíð skoraði hann 20 mörk. Alls hefur hann skorað 40 mörk í 89 leikjum. Einhverjir fjölmiðlar hafa af og til síðustu mánuði flutt fréttir af því að Senegalinn vildi fara en nú er búið að binda endi á þær vangaveltur!
TIL BAKA
Sadio Mané gerir nýjan samning

Nú fyrir stundu var tilkynnt að Sadio Máne hefði gert nýjan langtímasamning við Liverpool. Hann er því ekkert á förum hafi einhverjir haldið það. Þetta eru frábærar fréttir því það skiptir öllu að halda bestu leikmönnum Liverpool hjá félaginu í stað þess að missa þá í burtu.

Sadio hafði meðal annars þetta að segja eftir undirskriftina í kvöld. ,,Ég er sérlega ánægður með að hafa framlengt dvöl mína hérna hjá Liverpool. Þetta er frábær dagur fyrir mig og nú get ég farið að hlakka til þess sem er framundan. Að hjálpa liðinu, aðstoða félagið við að uppfylla drauma þess og þá sérstaklega að vinna titla. Mér finnst að ég hafi tekið bestu ákvörðun á ferli mínum."

Sadio Mané kom til Liverpool frá Southmapton sumarið 2016 og hefur staðið sig mjög vel. Á síðustu leiktíð skoraði hann 20 mörk. Alls hefur hann skorað 40 mörk í 89 leikjum. Einhverjir fjölmiðlar hafa af og til síðustu mánuði flutt fréttir af því að Senegalinn vildi fara en nú er búið að binda endi á þær vangaveltur!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Diogo Jota látinn -
| Sf. Gutt
Af EM -
| Sf. Gutt
Bara Real Madrid! -
| Sf. Gutt
Þrír Evrópumeistarar! -
| Sf. Gutt
Æfingaleikir sumarsins -
| Sf. Gutt
Annar nýr markmaður -
| Sf. Gutt
Milos Kerkez kominn til Liverpool -
| Sf. Gutt
Nathaniel Phillips heldur á braut -
| Sf. Gutt
Skjaldarleikurinn liggur fyrir! -
| Sf. Gutt
Florian Wirtz keyptur fyrir metfé!
Fréttageymslan