Elskar að spila með Salah og Firmino

Eftir gott gengi á síðustu leiktíð er þó nokkur pressa á framherja okkar, en Mané segist ekkert vera að velta því fyrir sér.
,,Pressa gerir engum gott, en ef maður finnur fyrir henni verður maður að nota hana sem hvatningu. Ég finn svosem ekki fyrir mikilli pressu enda er ég ekki mikið að pæla í því", segir Mané í viðtali við Goal.com.
Mané skoraði alls 20 mörk á síðustu leiktíð og er kominn með 7 mörk það sem af er þessarar leiktíðar, þannig að hann er á góðri leið með að skora jafn mikið, ef ekki meira en síðasta vetur.
,,Við erum ennþá að læra hver á annan, við erum ungt lið í stöðugri framför. Við reynum alltaf að gera okkar besta og vonandi skilar það liðinu góðum árangri þegar upp verður staðið í vor. Að sjálfsögðu væri ég til í að skora fleiri mörk en á síðasta tímabili, en bara ef það hjálpar liðinu. Það skiptir mestu máli að liðinu gangi vel, hversu mikið ég, Mo eða Bobby skorum er aukaatriði."

,,Við þrír fáum mikla athygli og okkur finnst það ekkert leiðinlegt, en vinnan byrjar hjá aftasta manni. Liðið allt er orðið mjög gott og það eiga allir leikmennirnir sinn þátt í hverju einasta marki. Mennirnir fyrir aftan okkur láta okkur líta vel út."
-
| Grétar Magnússon
Spáð í spilin -
| Heimir Eyvindarson
Helgarkviss -
| Grétar Magnússon
Henderson fór í aðgerð -
| Heimir Eyvindarson
10 leikmenn hafa misst af 10 leikjum eða fleirum -
| Sf. Gutt
Kostas Tsimikas bestur í Grikklandi -
| Sf. Gutt
Jordan Henderson meiddur -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Grétar Magnússon
Breytingar á leikjum -
| Sf. Gutt
Þar kom að því! -
| Heimir Eyvindarson
Helgarkviss