| Sf. Gutt

Jordan Henderson farinn að æfa!


Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, er farinn að æfa á nýjan leik eftir meiðsli. Hann spilaði síðast á móti Huddersfield Town í síðasta mánuði og fór þá af velli í hálfleik. Hann var stirður aftan í læri og þurfti í kjölfarið að taka hlé frá æfingum og keppni. En nú er fyrirliðinn farinn að æfa og verður trúlega í leikmannahópnum fyrir leikinn á móti Fulham á sunnudaginn. Það sama má segja um Naby Keita sem síðast lék á móti Manchester City fyrir rúmum mánuði. Naby var á varamannabekknum í Belgrad á móti Rauðu stjörnunni. 


Jordan hefur kannski ekki náð sér á strik það sem af er leiktíðinni. Ekki er ólíklegt að hann sé eitthvað þreyttur eftir HM í sumar eins og margir sem komust langt með liðum sínum. Jordan var í vikunni valinn í enska landsliðið fyrir komandi landsleiki. 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan