| Heimir Eyvindarson
Æskufélagar Andy Robertson eru að sjálfsögðu allir með hann í Fantasy liðunum sínum. Hann fær að kenna á því ef hann klikkar, að ekki sé talað um þegar hann er settur á bekkinn.
Andy Robertson var í skemmtilegu viðtali í BBC Premier League show í gær. Þar sagði hann ýmsar sögur af félögum sínum, bæði liðs- og æskufélögum.
,,Það eru forréttindi að eiga góða vini, en ég fæ aldeilis að finna fyrir því ef ég klúðra einhverju fyrir þeim í Fantasy. Æskuvinir mínir eru með sína eigin Fantasy deild og ef við höldum ekki hreinu eða ég á ekki stoðsendingu þá er það alveg klárt að það bíða 7-8 sms með blótsyrðum og skömmum eftir leik." Ég elska það, ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Það er mjög gaman að þessu."
,,Í síðasta leik var ég á bekknum í fyrsta skipti í deildinni í vetur og þeir voru allir með mig í liðunum sínum. Það beið mín rosalegur reiðilestur eftir leik!"
Robertson var spurður að því hver væri fljótasti leikmaður Liverpool. Svarið kom einhverjum á óvart.
,,Augljósa svarið er Mo (Salah) eða Sadio (Mané), en ég held að Joe Gomez sé fljótari en þeir báðir. Þið hafið séð hlaupin sem hann sem hann tekur til baka stundum, þau eru rosaleg. Trent Alexander-Arnold hefði líka örugglega getað keppt í spretthlaupum, hann er skruggufljótur."
Robertson hefur að öllum líkindum rétt fyrir sér varðandi hraðann á Gomez, en það sem af er vetri hefur enginn leikmanna Liverpool verið mældur á meiri hraða. Gomez á samkvæmt mælingum næst hraðasta sprettinn í deildinni á leiktíðinni, rétt tæplega 35 kílómetra hraða á klukkustund. Hraðasta sprettinn á Terrence Kongolo hjá Huddersfield.
TIL BAKA
Fæ skammir frá félögunum ef ég klikka

Andy Robertson var í skemmtilegu viðtali í BBC Premier League show í gær. Þar sagði hann ýmsar sögur af félögum sínum, bæði liðs- og æskufélögum.
,,Það eru forréttindi að eiga góða vini, en ég fæ aldeilis að finna fyrir því ef ég klúðra einhverju fyrir þeim í Fantasy. Æskuvinir mínir eru með sína eigin Fantasy deild og ef við höldum ekki hreinu eða ég á ekki stoðsendingu þá er það alveg klárt að það bíða 7-8 sms með blótsyrðum og skömmum eftir leik." Ég elska það, ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Það er mjög gaman að þessu."
,,Í síðasta leik var ég á bekknum í fyrsta skipti í deildinni í vetur og þeir voru allir með mig í liðunum sínum. Það beið mín rosalegur reiðilestur eftir leik!"
Robertson var spurður að því hver væri fljótasti leikmaður Liverpool. Svarið kom einhverjum á óvart.

Robertson hefur að öllum líkindum rétt fyrir sér varðandi hraðann á Gomez, en það sem af er vetri hefur enginn leikmanna Liverpool verið mældur á meiri hraða. Gomez á samkvæmt mælingum næst hraðasta sprettinn í deildinni á leiktíðinni, rétt tæplega 35 kílómetra hraða á klukkustund. Hraðasta sprettinn á Terrence Kongolo hjá Huddersfield.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Meistaradeildin að byrja -
| Sf. Gutt
Enn þokast Mohamed Salah upp listann! -
| Sf. Gutt
Cody Gakpo gerir nýjan samning! -
| Sf. Gutt
Meistaradeildarhópur Liverpool staðfestur! -
| Sf. Gutt
Fyrsta æfingin! -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Af lánsmönnum -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Áhættunnar virði! -
| Sf. Gutt
Búið að dagsetja Evrópuleikina
Fréttageymslan