| Sf. Gutt

Mikilvægast að hjálpa liðinu


Mohamed Salah tryggði Liverpool sigur í Huddersfield í gær. Hann hafði ekki skorað í næstu fjórum leikjum á undan og höfðu fjölmiðlamenn fjallað mikið um það. Hann sagði það hafa verið góða tilfinningu að skora en mikilvægast hafi verið að hjálpa liðinu til sigurs. Sumum þótti hann ekki hafa spilað vel að undanförnu en Mohamed segist ekki hafa áhyggjur af því hvernig hann eru að spila.

,,Ég hef ekki áhyggjur. Á meðan ég hjálpa liðinu að ná stigum þá hef ég engar áhyggjur. Þetta var góð tilfinning en eins og ég sagði á síðasta keppnistímabili þá er mikilvægast að hjálpa liðinu að ná stigum. Það er góður gangur í þessu hjá okkur og þess vegna erum við ánægðir með úrslitin."

Markið sem Mohamed Salah skoraði á móti Huddersfield Town var 50. mark hans í ensku knattspyrnunni. Hann er búinn að skora 48 mörk fyrir Liverpool og hann skoraði tvívegis á meðan hann var á mála hjá Chelsea. Hann mun hafa skorað 125 mörk með félagsliðunum sem hann hefur spilað með. 


 


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan