Andy Robertson fyrirliði skoska landsliðsins

,,Ferill hans er ótrúlegur. Hann var að spila áhugamannabolta fyrir fimm árum. Þegar hann kom til Liverpool áttu fáir von á því að hann væri rétti maðurinn fyrir liðið, en hann hefur lagt gríðarlega hart að sér og er nú fastur maður í liðinu. Gott dæmi um skoskan vinnuþjark sem aldrei gefst upp."
,,Ferill hans er ævintýri líkastur og það eru mjög margir sem líta upp til hans. Ég er ekki í vafa um að hann verður frábær fyrirliði."
Robertson lék sinn fyrsta landsleik fyrir Skota árið 2014, gegn Pólverjum. Alls eru landsleikirnir orðnir 22 og mörkin tvö. Sjálfur er hann vitanlega í skýjunum.
,,Þetta er líklega hápunkturinn á ferlinum hingað til. Ég hlakka gríðarlega til að leiða liðið út á völlinn í komandi leikjum og vonandi mun ég fara fyrir liðinu í stórmótum í nánustu framtíð, það er draumurinn. Ég og fjölskyldan erum í sjöunda himni með þennan mikla heiður sem mér er sýndur."
Robertson er þriðji leikmaður Liverpool sem gerður hefur verið að fyrirliða Skota, hinir tveir eru Graeme Souness og Gary McAllister.
-
| Sf. Gutt
Kostas Tsimikas bestur í Grikklandi -
| Sf. Gutt
Jordan Henderson meiddur -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Grétar Magnússon
Breytingar á leikjum -
| Sf. Gutt
Þar kom að því! -
| Heimir Eyvindarson
Helgarkviss -
| Sf. Gutt
Spáð í spilin -
| Sf. Gutt
Mohamed Salah brýtur blað -
| Sf. Gutt
Yngsti fyrirliði Liverpool í sögunni! -
| Grétar Magnússon
Fyrsti sigurinn