| Grétar Magnússon

Nýr samningur

Fyrirliðinn Jordan Henderson skrifaði í dag undir nýjan langtíma samning við félagið.



Henderson hefur verið hjá Liverpool í sjö ár en hann var keyptur frá Sunderland sumarið 2011. Alls hefur hann spilað 284 leiki og skorað í þeim 24 mörk.

Skömmu eftir undirskriftina sagði Henderson: ,,Það virðist ekki vera svo langt síðan ég skrifaði undir minn fyrsta samning hér - í raun er eins og það hafi gerst í gær. En margt hefur jú gerst síðan þá. Þetta hefur verið framgangsríkur tími hjá mér og ég hef notið hans í botn."

,,Það er ekki til sá staður í veröldinni sem ég gæti hugsað mér betri en þennan til að knattspyrnu. Ég vil vera hér eins lengi og ég get. Það eru gríðarleg forréttindi að hafa verið hjá félaginu svona lengi og vonandi enn lengur nú."

Í september árið 2014 var Henderson gerður að varafyrirliða liðsins og þegar Steven Gerrard lagði skóna á hilluna var fyrirliðabandið alfarið sett á Henderson. Hann varð 28 ára í sumar og átti sinn þátt í góðu gengi Englendinga á HM, til þessa hefur hann spilað 44 landsleiki fyrir Englendinga.

Jürgen Klopp sagði af þessu tilefni: ,,Jordan er sá maður sem hefur allt það sem Liverpool leikmaður þarf að hafa í dag. Maður sér það á öllum hans gjörðum, innan vallar sem utan að hann metur það sem forréttindi að vera í forsvari fyrir liðið. Hann tekur engu sem sjálfsögðum hlut og vill sífellt vera að læra meira og bæta sig fyrir liðið öllum stundum."

,,Hann ber margt á herðum sér sem utanaðkomandi sjá ekki, en hann fagnar þeirri ábyrgð og leiðtogahæfileikum. Hann er okkar hershöfðingi og ég treysti honum fullkomlega. En það besta er, að ég held, að hann mun verða betri á komandi árum. Sú bæting er ekki auðveld því hann er mjög góður leikmaður fyrir."

,,Jordan er okkur svo mikilvægur og félagið er mjög heppið að hafa hann lengur hjá sér. Ég er gríðarlega ánægður fyrir hönd Jordan og hans ungu fjölskyldu að þeir eru hluti af og verða hluti af Liverpool fjölskyldunni enn lengur."


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan