| Sf. Gutt
Loris Karius hefur verið lánaður frá Liverpool til næstu tveggja ára. Þjóðverjinn verður í Tyrklandi hjá Besiktas. Tyrkneska liðið borgar nokkurs konar lánsgjald upp á rúmar tvær milljónir sterlingspunda. Eftir tvö ár er Besiktas skylt að kaupa Loris ef ákveðinn ákvæði í kaupsamningnum virkjast á lánstímanum. Í frétt Liverpool Echo segir að kaupverðið eftir tvö ár verði níu og hálf milljón með lánsgjaldinu.
Loris kom til Liverpool sumarið 2016 frá þýska liðinu Mainz. Hann var ekki sannfærandi til að byrja með en eftir að hann var valinn sem aðalmarkmaður í byrjun ársins virtist sem svo að hann hefði tekið stórstigum framförum og hann stóð sig mjög vel. Allt fór þó á versta veg í úrslitaleiknum um Evrópubikarinn í Kiev í vor þegar hann átti sök á tveimur af þremur mörkum þegar Real Madrid vann 3:1.
Miðað við hvernig samningurinn er sagður vera þá er líklegt að Loris hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool. Þjóðverjinn lék 49 leiki með Liverpool. Samt er hann formlega í láni og tæknilega ennþá leikmaður Liverpool.
TIL BAKA
Loris lánaður til Besiktas

Loris Karius hefur verið lánaður frá Liverpool til næstu tveggja ára. Þjóðverjinn verður í Tyrklandi hjá Besiktas. Tyrkneska liðið borgar nokkurs konar lánsgjald upp á rúmar tvær milljónir sterlingspunda. Eftir tvö ár er Besiktas skylt að kaupa Loris ef ákveðinn ákvæði í kaupsamningnum virkjast á lánstímanum. Í frétt Liverpool Echo segir að kaupverðið eftir tvö ár verði níu og hálf milljón með lánsgjaldinu.

Loris kom til Liverpool sumarið 2016 frá þýska liðinu Mainz. Hann var ekki sannfærandi til að byrja með en eftir að hann var valinn sem aðalmarkmaður í byrjun ársins virtist sem svo að hann hefði tekið stórstigum framförum og hann stóð sig mjög vel. Allt fór þó á versta veg í úrslitaleiknum um Evrópubikarinn í Kiev í vor þegar hann átti sök á tveimur af þremur mörkum þegar Real Madrid vann 3:1.

Miðað við hvernig samningurinn er sagður vera þá er líklegt að Loris hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool. Þjóðverjinn lék 49 leiki með Liverpool. Samt er hann formlega í láni og tæknilega ennþá leikmaður Liverpool.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Ryan Gravenberch meiddur -
| Sf. Gutt
Meiðslafréttir -
| Sf. Gutt
Jafnt í fyrsta leik ársins -
| Sf. Gutt
Matt Beard borinn til grafar -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu -
| Sf. Gutt
Fyrir 15 árum! -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Álfumet hjá Mohamed Salah! -
| Sf. Gutt
Ibrahima Konaté ekki til Íslands
Fréttageymslan