| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Fréttir af lánsmönnum
Tímabilið er byrjað hjá nokkrum af lánsmönnum félagsins, rennum yfir gengi þeirra um nýliðna helgi.
Harry Wilson og félagar í Derby County hófu leik í næst efstu deild Englands á föstudagskvöldið gegn Reading á útivelli. Wilson spilaði allan leikinn sem Derby unnu 1-2 en markið kom á loka andartökum leiksins. Jón Daði Böðvarsson skoraði fyrsta mark leiksins fyrir heimamenn í Reading.
Á laugardaginn spilaði Ben Woodburn sinn fyrsta leik fyrir Sheffield United þegar hann kom inná sem varamaður á 72. mínútu í heimaleik gegn Swansea City. Sheffield komust yfir en Swansea svaraði með tveim mörkum og það síðara kom í blálokin. Þar var að verki fyrrum leikmaður Liverpool, Yan Dhanda en hann fór frá félaginu til Swansea fyrr í sumar.
Miðjumaðurinn Herbie Kane sat á varamannabekknum allan tímann hjá Doncaster Rovers sem spila í League One á Englandi. Sömu sögu er að segja af markverðinum Shamal George sem var ónotaður varamaður hjá Tranmere Rovers sem spila í neðstu atvinnumannadeild Englands, League Two.
Taiwo Awoniyi spilaði allan leikinn fyrir Gent í 1-1 jafntefli gegn Zulte-Waregem í belgísku deildinni.
Á sunnudaginn spilaði Adam Bogdan með Hibernian í skosku úrvalsdeildinni og hélt hann markinu hreinu í 3-0 sigri á Motherwell.
Í sömu deild spiluðu þeir Ovie Ejaria og Ryan Kent fyrir Glasgow Rangers sem Steven Gerrard stýrir. Þeir komu inná sem varamenn í seinni hálfleik í 1-1 jafntefli gegn Aberdeen. Rangers komust yfir með marki úr vítaspyrnu á 30. mínútu þrátt fyrir að vera manni færri frá 12. mínútu. En Aberdeen jöfnuðu metin á dramatískan hátt með marki í uppbótartíma seinni hálfleiks og þar við sat.
Harry Wilson og félagar í Derby County hófu leik í næst efstu deild Englands á föstudagskvöldið gegn Reading á útivelli. Wilson spilaði allan leikinn sem Derby unnu 1-2 en markið kom á loka andartökum leiksins. Jón Daði Böðvarsson skoraði fyrsta mark leiksins fyrir heimamenn í Reading.

Á laugardaginn spilaði Ben Woodburn sinn fyrsta leik fyrir Sheffield United þegar hann kom inná sem varamaður á 72. mínútu í heimaleik gegn Swansea City. Sheffield komust yfir en Swansea svaraði með tveim mörkum og það síðara kom í blálokin. Þar var að verki fyrrum leikmaður Liverpool, Yan Dhanda en hann fór frá félaginu til Swansea fyrr í sumar.
Miðjumaðurinn Herbie Kane sat á varamannabekknum allan tímann hjá Doncaster Rovers sem spila í League One á Englandi. Sömu sögu er að segja af markverðinum Shamal George sem var ónotaður varamaður hjá Tranmere Rovers sem spila í neðstu atvinnumannadeild Englands, League Two.
Taiwo Awoniyi spilaði allan leikinn fyrir Gent í 1-1 jafntefli gegn Zulte-Waregem í belgísku deildinni.
Á sunnudaginn spilaði Adam Bogdan með Hibernian í skosku úrvalsdeildinni og hélt hann markinu hreinu í 3-0 sigri á Motherwell.
Í sömu deild spiluðu þeir Ovie Ejaria og Ryan Kent fyrir Glasgow Rangers sem Steven Gerrard stýrir. Þeir komu inná sem varamenn í seinni hálfleik í 1-1 jafntefli gegn Aberdeen. Rangers komust yfir með marki úr vítaspyrnu á 30. mínútu þrátt fyrir að vera manni færri frá 12. mínútu. En Aberdeen jöfnuðu metin á dramatískan hátt með marki í uppbótartíma seinni hálfleiks og þar við sat.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Meistaradeildin að byrja -
| Sf. Gutt
Enn þokast Mohamed Salah upp listann! -
| Sf. Gutt
Cody Gakpo gerir nýjan samning! -
| Sf. Gutt
Meistaradeildarhópur Liverpool staðfestur! -
| Sf. Gutt
Fyrsta æfingin! -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Af lánsmönnum -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Áhættunnar virði! -
| Sf. Gutt
Búið að dagsetja Evrópuleikina
Fréttageymslan