| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Tap gegn Dortmund
Liverpool tapaði sínum fyrsta leik á undirbúningstímabilinu þegar liðið mætti Borussia Dortmund í Charlotte í Bandaríkjunum á sunnudaginn var.
Þetta var fyrsti leikurinn af þremur sem Liverpool leikur í International Champions Cup. Byrjunarliðið var þannig skipað: Karius, Clyne, Matip, van Dijk, Robertson, Fabinho, Lallana, Jones, Camacho, Markovic og Origi.
Fyrsta markverða atvik leiksins kom á fjórðu mínútu þegar Loris Karius kom langt út á eigin vallarhelming til að hreinsa boltann frá en honum tókst ekki vel til og boltinn fór beint í fæturna á Maximilan Philipp, Þjóðverjinn skaut strax að marki en Karius var létt þegar boltinn fór framhjá. Leikurinn var nokkuð jafn framan af en eftir 22 mínútur meiddist Joel Matip og þurfti að fara af velli. Í hans stað kom Joe Gomez. Um miðjan hálfleikinn höfðu leikmenn Liverpool náð aðeins betra taki á leiknum. Fyrsta markið kom eftir 25 mínútna leik þegar Camacho tók stutta hornspyrnu til Robertson. Skotinn átti góða sendingu fyrir markið þar sem van Dijk reis hæst og skallaði boltann af krafti í markið. Bæði lið reyndu hvað þau gátu til að bæta við mörkum en ekki tókst það í fyrri hálfleik.
Jürgen Klopp gerði 8 breytingar á liðinu í hálfleik. Inn komu þeir Klavan, Keita, Solanke, Woodburn, Moreno, Sturridge, Ojo og Milner. Liverpool voru beittari í upphafi seinni hálfleiks og fengu fín færi til að bæta við marki en því miður tókst það ekki. Á 66. mínútu dæmdi dómarinn vítaspyrnu þegar hann taldi Klavan hafa brotið á Christian Pulisic sem fór sjálfur á punktinn og skoraði. Undir lok leiksins skoraði svo Pulisic sitt annað mark í leiknum og kom Dortmund í 2-1. Í uppbótartíma skoraði svo Bruun Larsen eftir að Karius hafði varið skot Pulisic beint út í teiginn.
Lokatölur 3-1 fyrir Dortmund. Næsti leikur er svo gegn Manchester City skömmu eftir miðnætti aðfaranótt 26. júlí.

Þetta var fyrsti leikurinn af þremur sem Liverpool leikur í International Champions Cup. Byrjunarliðið var þannig skipað: Karius, Clyne, Matip, van Dijk, Robertson, Fabinho, Lallana, Jones, Camacho, Markovic og Origi.
Fyrsta markverða atvik leiksins kom á fjórðu mínútu þegar Loris Karius kom langt út á eigin vallarhelming til að hreinsa boltann frá en honum tókst ekki vel til og boltinn fór beint í fæturna á Maximilan Philipp, Þjóðverjinn skaut strax að marki en Karius var létt þegar boltinn fór framhjá. Leikurinn var nokkuð jafn framan af en eftir 22 mínútur meiddist Joel Matip og þurfti að fara af velli. Í hans stað kom Joe Gomez. Um miðjan hálfleikinn höfðu leikmenn Liverpool náð aðeins betra taki á leiknum. Fyrsta markið kom eftir 25 mínútna leik þegar Camacho tók stutta hornspyrnu til Robertson. Skotinn átti góða sendingu fyrir markið þar sem van Dijk reis hæst og skallaði boltann af krafti í markið. Bæði lið reyndu hvað þau gátu til að bæta við mörkum en ekki tókst það í fyrri hálfleik.
Jürgen Klopp gerði 8 breytingar á liðinu í hálfleik. Inn komu þeir Klavan, Keita, Solanke, Woodburn, Moreno, Sturridge, Ojo og Milner. Liverpool voru beittari í upphafi seinni hálfleiks og fengu fín færi til að bæta við marki en því miður tókst það ekki. Á 66. mínútu dæmdi dómarinn vítaspyrnu þegar hann taldi Klavan hafa brotið á Christian Pulisic sem fór sjálfur á punktinn og skoraði. Undir lok leiksins skoraði svo Pulisic sitt annað mark í leiknum og kom Dortmund í 2-1. Í uppbótartíma skoraði svo Bruun Larsen eftir að Karius hafði varið skot Pulisic beint út í teiginn.
Lokatölur 3-1 fyrir Dortmund. Næsti leikur er svo gegn Manchester City skömmu eftir miðnætti aðfaranótt 26. júlí.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Í minningu Diogo Jota -
| Sf. Gutt
Bræðurnir Diogo og André bornir til grafar -
| Sf. Gutt
Diogo Jota látinn -
| Sf. Gutt
Af EM -
| Sf. Gutt
Bara Real Madrid! -
| Sf. Gutt
Þrír Evrópumeistarar! -
| Sf. Gutt
Æfingaleikir sumarsins -
| Sf. Gutt
Annar nýr markmaður -
| Sf. Gutt
Milos Kerkez kominn til Liverpool -
| Sf. Gutt
Nathaniel Phillips heldur á braut
Fréttageymslan