| Heimir Eyvindarson
Hann var fríður flokkurinn sem lenti í Charlotte í Norður-Karólínu um hádegisbilið í dag. Jürgen Klopp og þjálfarateymið, 28 manna hópur leikmanna og nokkrar gamlar kempur.
Liverpool leikur fyrsta leik sinn í International Champions Cup annað kvöld, en þá mætir liðið Borussia Dortmund. Á fimmtudaginn er það Manchester City og síðasti leikurinn verður gegn Manchester United á laugardaginn.
29 leikmenn eru í Bandaríkjahópnum, þar á meðal er Xherdan Shaqiri en hann kemur til móts við hópinn í vikunni. Danny Ings varð eftir á Melwood, en það eru einhver meiðsli að hrjá hann - og líklega er hann á förum frá félaginu.
Henderson, TAA, Lovren, Firmino, Alisson og Mignolet eru enn í HM-fríi og koma ekki til starfa fyrr en eftir Bandaríkjaferðina. Reyndar er alveg óvíst hvort Mignolet kemur til starfa, en hann er á fullu að leita sér að öðru liði. Eðlilega.
USA hópurinn lítur svona út: Karius, Clyne, Fabinho, Van Dijk, Wijnaldum, Milner, Keita, Mané, Salah, Gomez, Sturridge, Grujic, Klavan, Moreno, Lallana, Shaqiri, Robertson, Origi, Solanke, Matip, Phillips, Jones, Markovic, Ojo, Woodburn, Kelleher, Camacho, Chirivella og Grabara.
Hér eru skemmtilegar myndir úr flugvélinni, þegar menn voru að koma sér fyrir eldsnemma í morgun/nótt. Menn eru ótrúlega hressir, sérstaklega ef tekið er mið af því að flogið var frá Manchester.
TIL BAKA
28 leikmenn um borð í vélinni til Bandaríkjanna

Liverpool leikur fyrsta leik sinn í International Champions Cup annað kvöld, en þá mætir liðið Borussia Dortmund. Á fimmtudaginn er það Manchester City og síðasti leikurinn verður gegn Manchester United á laugardaginn.
29 leikmenn eru í Bandaríkjahópnum, þar á meðal er Xherdan Shaqiri en hann kemur til móts við hópinn í vikunni. Danny Ings varð eftir á Melwood, en það eru einhver meiðsli að hrjá hann - og líklega er hann á förum frá félaginu.
Henderson, TAA, Lovren, Firmino, Alisson og Mignolet eru enn í HM-fríi og koma ekki til starfa fyrr en eftir Bandaríkjaferðina. Reyndar er alveg óvíst hvort Mignolet kemur til starfa, en hann er á fullu að leita sér að öðru liði. Eðlilega.
USA hópurinn lítur svona út: Karius, Clyne, Fabinho, Van Dijk, Wijnaldum, Milner, Keita, Mané, Salah, Gomez, Sturridge, Grujic, Klavan, Moreno, Lallana, Shaqiri, Robertson, Origi, Solanke, Matip, Phillips, Jones, Markovic, Ojo, Woodburn, Kelleher, Camacho, Chirivella og Grabara.
Hér eru skemmtilegar myndir úr flugvélinni, þegar menn voru að koma sér fyrir eldsnemma í morgun/nótt. Menn eru ótrúlega hressir, sérstaklega ef tekið er mið af því að flogið var frá Manchester.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Meistaradeildin að byrja -
| Sf. Gutt
Enn þokast Mohamed Salah upp listann! -
| Sf. Gutt
Cody Gakpo gerir nýjan samning! -
| Sf. Gutt
Meistaradeildarhópur Liverpool staðfestur! -
| Sf. Gutt
Fyrsta æfingin! -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Af lánsmönnum -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Áhættunnar virði! -
| Sf. Gutt
Búið að dagsetja Evrópuleikina
Fréttageymslan