| Sf. Gutt
Jordan Henderson er nokkuð umdeildur hvað það varðar að sumum þykir hann ekki vera svo ýkja góður. En hann er nú búinn að setja nýtt enskt met!
Jordan hefur nú spilað 30 landsleiki í röð fyrir enska landsliðið án þess að vera í tapliði. Enginn í allri sögu landsliðsins hefur gjört svo áður. England hefur unnið 23 leiki og gert sjö jafntefli í þessum 30 leikjum. Þarf ekki að fara mörgum orðum um að þetta er býsna magnað afrek. Alls hefur Jordan spilað 43 landsleiki frá því hann spilaði þann fyrsta árið 2010.
Jordan hefur spilað mjög vel með enska landsliðinu í Heimsmeistarakeppninni í Rússlandi. Hann hefur leikið alla leikina utan einn, en það var þegar England tapaði 1:0 fyrir Belgíu, og þótt vera lykilmaður á miðjunni. Það er aðeins óvissa um hvort hann getur spilað í undanúrslitunum á móti Króatíu á miðvikudagskvöldið en hann var stirður aftan í læri eftir leikinn á móti Svíþjóð. Það kemur í ljós þegar nær dregur hvort Jordan getur spilað og eins hvort hann getur bætt metið sitt!
TIL BAKA
Jordan Henderson með enskt met

Jordan Henderson er nokkuð umdeildur hvað það varðar að sumum þykir hann ekki vera svo ýkja góður. En hann er nú búinn að setja nýtt enskt met!
Jordan hefur nú spilað 30 landsleiki í röð fyrir enska landsliðið án þess að vera í tapliði. Enginn í allri sögu landsliðsins hefur gjört svo áður. England hefur unnið 23 leiki og gert sjö jafntefli í þessum 30 leikjum. Þarf ekki að fara mörgum orðum um að þetta er býsna magnað afrek. Alls hefur Jordan spilað 43 landsleiki frá því hann spilaði þann fyrsta árið 2010.

Jordan hefur spilað mjög vel með enska landsliðinu í Heimsmeistarakeppninni í Rússlandi. Hann hefur leikið alla leikina utan einn, en það var þegar England tapaði 1:0 fyrir Belgíu, og þótt vera lykilmaður á miðjunni. Það er aðeins óvissa um hvort hann getur spilað í undanúrslitunum á móti Króatíu á miðvikudagskvöldið en hann var stirður aftan í læri eftir leikinn á móti Svíþjóð. Það kemur í ljós þegar nær dregur hvort Jordan getur spilað og eins hvort hann getur bætt metið sitt!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Meistaradeildin að byrja -
| Sf. Gutt
Enn þokast Mohamed Salah upp listann! -
| Sf. Gutt
Cody Gakpo gerir nýjan samning! -
| Sf. Gutt
Meistaradeildarhópur Liverpool staðfestur! -
| Sf. Gutt
Fyrsta æfingin! -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Af lánsmönnum -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Áhættunnar virði! -
| Sf. Gutt
Búið að dagsetja Evrópuleikina
Fréttageymslan