| Sf. Gutt
Nú er ljóst hvaða þjóðir eru komnar í átta liða úrslit á HM í Rússlandi. Fimm fulltrúar Liverpool eru enn með og gætu orðið heimsmeistarar. Þó bara einn!
Frakkland var fyrsta liðið til að komast í átta liða úrslit eftir 4:3 sigur á Argentínu.
Úrúgvæ vann svo Portúgal 2:1. Luis Suarez og Sebastian Coates eru í liðshópi Úrúgvæ. Luis lék þennan leik.
Rússar komust áfram eftir að hafa unnið Spánverja 4:3 í vítaspyrnukeppni á sunnudaginn. Iago Aspas, fyrrum leikmaður Liverpool, mistókst að skora úr spyrnunni sem réði úrslitum. Allt gekk af göflunum af fögnuði í Rússlandi þegar úrslitin réðust.
Króatar komust líka áfram eftir vítakeppni. Leik þeirra, eins og Rússa og Spánverja, lauk 1:1. Króatar unnu vítakeppnina 3:2. Dejan Lovren var í vörn Króata og stóð sig vel.
Brasilía vann Mexíkó 2:0. Naymar skoraði fyrra markið snemma í síðari hálfleik og Roberto Firmino innsiglaði sigurinn þegar tvær mínútur voru eftir. Hann var þá nýkominn inn á sem varamaður. Philippe Coutinho var í liðinu en hann er búinn að spila mjög vel það sem af er HM.
Belgar unnu ótrúlegan 3:2 sigur á Japan eftir að hafa lent 0:2 undir. Simon Mignolet var á bekknum eins og fyrr í keppninni.
Svíþjóð vann Sviss 1:0 og verða áfram fulltrúar Norðurlandanna í keppninni.
England var svo síðasta þjóðin til að komast áfram eftir að hafa unnið Kólumbíu 4:3 í vítaspyrnukeppni. Staðan var 1:1 eftir framlengingu. Jordan Henderson stóð fyrir sínu á miðjunni. Hann var einn af skyttum enskra í vítakeppninni en spyrna hans var varin. Trent Alexander-Arnold kom ekki inn á.
Átta liða úrslit verða á dagskrá á föstudag og laugardag. Úrúgvæ mætir Frakklandi. Brasilía og Belgía takast á. Svíþjóð og England og Rússland og Króatía mætast í hinum leikjunum.
TIL BAKA
Af HM

Nú er ljóst hvaða þjóðir eru komnar í átta liða úrslit á HM í Rússlandi. Fimm fulltrúar Liverpool eru enn með og gætu orðið heimsmeistarar. Þó bara einn!
Frakkland var fyrsta liðið til að komast í átta liða úrslit eftir 4:3 sigur á Argentínu.
Úrúgvæ vann svo Portúgal 2:1. Luis Suarez og Sebastian Coates eru í liðshópi Úrúgvæ. Luis lék þennan leik.
Rússar komust áfram eftir að hafa unnið Spánverja 4:3 í vítaspyrnukeppni á sunnudaginn. Iago Aspas, fyrrum leikmaður Liverpool, mistókst að skora úr spyrnunni sem réði úrslitum. Allt gekk af göflunum af fögnuði í Rússlandi þegar úrslitin réðust.
Króatar komust líka áfram eftir vítakeppni. Leik þeirra, eins og Rússa og Spánverja, lauk 1:1. Króatar unnu vítakeppnina 3:2. Dejan Lovren var í vörn Króata og stóð sig vel.

Brasilía vann Mexíkó 2:0. Naymar skoraði fyrra markið snemma í síðari hálfleik og Roberto Firmino innsiglaði sigurinn þegar tvær mínútur voru eftir. Hann var þá nýkominn inn á sem varamaður. Philippe Coutinho var í liðinu en hann er búinn að spila mjög vel það sem af er HM.
Belgar unnu ótrúlegan 3:2 sigur á Japan eftir að hafa lent 0:2 undir. Simon Mignolet var á bekknum eins og fyrr í keppninni.
Svíþjóð vann Sviss 1:0 og verða áfram fulltrúar Norðurlandanna í keppninni.
England var svo síðasta þjóðin til að komast áfram eftir að hafa unnið Kólumbíu 4:3 í vítaspyrnukeppni. Staðan var 1:1 eftir framlengingu. Jordan Henderson stóð fyrir sínu á miðjunni. Hann var einn af skyttum enskra í vítakeppninni en spyrna hans var varin. Trent Alexander-Arnold kom ekki inn á.
Átta liða úrslit verða á dagskrá á föstudag og laugardag. Úrúgvæ mætir Frakklandi. Brasilía og Belgía takast á. Svíþjóð og England og Rússland og Króatía mætast í hinum leikjunum.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Aftur til æfinga -
| Sf. Gutt
Minningarorð Arne Slot -
| Sf. Gutt
Í minningu Diogo Jota -
| Sf. Gutt
Bræðurnir Diogo og André bornir til grafar -
| Sf. Gutt
Diogo Jota látinn -
| Sf. Gutt
Af EM -
| Sf. Gutt
Bara Real Madrid! -
| Sf. Gutt
Þrír Evrópumeistarar! -
| Sf. Gutt
Æfingaleikir sumarsins -
| Sf. Gutt
Annar nýr markmaður
Fréttageymslan