| Heimir Eyvindarson

Keita mættur

Naby Keita er mættur til starfa á Melwood. Hann verður sá fyrsti til að vera með númer 8 á bakinu, frá því að Steven Gerrard hætti. Það var Gerrard sjálfur sem afhenti Keita fyrstu treyjuna.

Keita er ekki með á HM og þessvegna er hann mættur til starfa á Melwood, eða um það bil. Æfingar hefjast á mánudaginn, fyrir þá sem ekki eru eða voru með á HM. HM leikmennirnir fá auka þrjár vikur í frí eftir að þeir ljúka keppni. 

Á Melwood hittir Keita fyrir Fabinho, sem var fyrstu kaup sumarsins. Þá verða Daniel Sturridge, Divock Origi, Lazar Markovic, Wilson, Ojo og Kent, sem allir eru komnir úr láni, líka á svæðinu á mánudaginn sem og nokkrir leikmenn sem hafa verið í endurhæfingu svo að segja í allt sumar; Joe Gomez, Matip, Oxlade-Chamberlain, DeSousa og Brewster. 

Keita hlakkar til að vinna með Klopp og nýju vinnufélögunum, en mest af öllu hlakkar hann til endurfundanna með Sadio Mané, en þeir voru saman hjá Salzburg í 8 mánuði og voru mestu mátar. 

Við bjóðum Keita velkominn til leiks

YNWA


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan