| Sf. Gutt
Margir hafa orðið til að hrósa Roberto Firmino fyrir framgöngu hans á síðasta keppnistímabili. Thierry Henry, fyrrum framherji franska landsliðsins, segir hann besta alhliða sóknarmann deildarinnar. Thierry er nú aðstoðarmaður Roberto Martinez landsliðsþjálfara Belgíu.
,,Firmino er besti alhliða sóknarmaður deildarinnar. Ég er ekki að tala um að hann sé bestur í að klára færin sín eða hann sé duglegastur. Ég meina að þegar allt er tekið með í reikninginn þá er hann sá besti alhliða í deildinni."
Roberto Firmino skoraði 27 mörk á leiktíðinni og lagði upp 17. Þar fyrir utan skapaði hann yfir 50 færi fyrir félaga sína og fór í rúmlega 60 tæklingar sem var meira en margir varnarmenn og miðvallarleikmenn gerðu. Það er því ýmislegt sem má taka með í reikninginn þegar skoðað er hvað Roberto leggur til liðsins. Álit Thierry Henry á honum segir sína sögu.
TIL BAKA
Besti alhliða sóknarmaðurinn

Margir hafa orðið til að hrósa Roberto Firmino fyrir framgöngu hans á síðasta keppnistímabili. Thierry Henry, fyrrum framherji franska landsliðsins, segir hann besta alhliða sóknarmann deildarinnar. Thierry er nú aðstoðarmaður Roberto Martinez landsliðsþjálfara Belgíu.

,,Firmino er besti alhliða sóknarmaður deildarinnar. Ég er ekki að tala um að hann sé bestur í að klára færin sín eða hann sé duglegastur. Ég meina að þegar allt er tekið með í reikninginn þá er hann sá besti alhliða í deildinni."

Roberto Firmino skoraði 27 mörk á leiktíðinni og lagði upp 17. Þar fyrir utan skapaði hann yfir 50 færi fyrir félaga sína og fór í rúmlega 60 tæklingar sem var meira en margir varnarmenn og miðvallarleikmenn gerðu. Það er því ýmislegt sem má taka með í reikninginn þegar skoðað er hvað Roberto leggur til liðsins. Álit Thierry Henry á honum segir sína sögu.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Stóra Harvey Elliott málið -
| Sf. Gutt
Jafnt á útivelli gegn toppliðinu -
| Sf. Gutt
Af Afríkukeppninni -
| Sf. Gutt
Óvíst um Hugo Ekitike -
| Sf. Gutt
Gleði og sorg -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Hundrað sinnum haldið hreinu! -
| Sf. Gutt
Áramótakveðja frá Arne Slot! -
| Sf. Gutt
Áramótakveðjur! -
| Sf. Gutt
Af Afríkukeppninni
Fréttageymslan

