| Sf. Gutt
Kynningin á fulltrúum Liverpool í Rússlandi heldur áfram. Jordan Henderson fyrirliði Liverpool er fjórði í röðinni.
Nafn: Jordan Henderson.
Fæðingardagur: 17. júní 1990.
Fæðingarstaður: Sunderland á Englandi.
Staða: Miðjumaður.
Félög á ferli: Sunderland, Coventry City, lán, og Liverpool.
Fyrsti landsleikur: 17. nóvember 2010 á móti Frakklandi.
Landsleikjafjöldi: 39.
Landsliðsmörk: 0.
Leikir með Liverpool: 280.
Mörk fyrir Liverpool: 24.
Hvernig gekk á síðustu leiktíð? Jordan leiddi Liverpool vel. Hann var svolítið misjafn framan af sótti í sig veðrið og átti í heild mjög góða leiktíð.
Hver eru helstu einkenni okkar manns? Jordan er öflugur miðjumaður. Hann er geysilega duglegur og gerir einföldu hlutina vel. Margir segja að Liverpool spili alltaf vel þegar Jordan spilar vel.
Hver er staða Jordan í landsliðinu? Hann hefur verið fastamaður síðustu árin. Jordan hefur af og til verið fyrirliði liðsins og kom til álita sem fyrirliði á HM.
Hvað um England? Liðið er reynslulítið og verður að teljast ungt og efnilegt. Margir af þessum ungu mönnum eru sprækir. Það er ekki búist við mjög miklu af liðinu.
Alþjóðlegir titlar Englands: Heimsmeistarar 1966.
Besti Englendingur allra tíma? Það er úr mörgum snjöllum leikmönnum að velja. Margir telja þó miðvörðinn frábæra Bobby Moore, sem lék með West Ham United og Fulham, þann allra besta. Hann var fyrirliði Englendinga þegar þeir urðu heimsmeistarar 1966. Bobby var einn manna heiðraður með styttu við nýja Wembley leikvanginn þegar hann var reistur. .
Vissir þú? Það var mynd af Jordan Henderson utan á hulstrinu af FIFA 16 tölvuleiknum. Hann var þar með Lionel Messi.
Helsta heimild: http://www.lfchistory.net/.
TIL BAKA
Fulltrúar Liverpool í Rússlandi

Kynningin á fulltrúum Liverpool í Rússlandi heldur áfram. Jordan Henderson fyrirliði Liverpool er fjórði í röðinni.
Nafn: Jordan Henderson.
Fæðingardagur: 17. júní 1990.
Fæðingarstaður: Sunderland á Englandi.
Staða: Miðjumaður.

Félög á ferli: Sunderland, Coventry City, lán, og Liverpool.

Fyrsti landsleikur: 17. nóvember 2010 á móti Frakklandi.
Landsleikjafjöldi: 39.
Landsliðsmörk: 0.
Leikir með Liverpool: 280.
Mörk fyrir Liverpool: 24.

Hvernig gekk á síðustu leiktíð? Jordan leiddi Liverpool vel. Hann var svolítið misjafn framan af sótti í sig veðrið og átti í heild mjög góða leiktíð.
Hver eru helstu einkenni okkar manns? Jordan er öflugur miðjumaður. Hann er geysilega duglegur og gerir einföldu hlutina vel. Margir segja að Liverpool spili alltaf vel þegar Jordan spilar vel.

Hver er staða Jordan í landsliðinu? Hann hefur verið fastamaður síðustu árin. Jordan hefur af og til verið fyrirliði liðsins og kom til álita sem fyrirliði á HM.
Hvað um England? Liðið er reynslulítið og verður að teljast ungt og efnilegt. Margir af þessum ungu mönnum eru sprækir. Það er ekki búist við mjög miklu af liðinu.
Alþjóðlegir titlar Englands: Heimsmeistarar 1966.
Besti Englendingur allra tíma? Það er úr mörgum snjöllum leikmönnum að velja. Margir telja þó miðvörðinn frábæra Bobby Moore, sem lék með West Ham United og Fulham, þann allra besta. Hann var fyrirliði Englendinga þegar þeir urðu heimsmeistarar 1966. Bobby var einn manna heiðraður með styttu við nýja Wembley leikvanginn þegar hann var reistur. .
Vissir þú? Það var mynd af Jordan Henderson utan á hulstrinu af FIFA 16 tölvuleiknum. Hann var þar með Lionel Messi.
Helsta heimild: http://www.lfchistory.net/.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Meistaradeildin að byrja -
| Sf. Gutt
Enn þokast Mohamed Salah upp listann! -
| Sf. Gutt
Cody Gakpo gerir nýjan samning! -
| Sf. Gutt
Meistaradeildarhópur Liverpool staðfestur! -
| Sf. Gutt
Fyrsta æfingin! -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Af lánsmönnum -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Áhættunnar virði! -
| Sf. Gutt
Búið að dagsetja Evrópuleikina
Fréttageymslan