| Sf. Gutt

Af leikmannamálum


Frakki sem allt leit út fyrir að kæmi kemur ekki. Í það minnsta kosti ekki í bili. Á föstudaginn var talið formsatriði að Frakkinn Nabil Fekir myndi ganga til liðs við Liverpool frá Lyon. Búið var að semja um kaupverð en forráðamenn Liverpool fengu bakþanka vegna atriða sem komu fram í læknisskoðun en Nabil hefur þrívegis meiðst á hné síðustu árin. Ekkert varð af kaupunum en ekki er útilokað að félögin taki upp þráðinn á nýjan leik eftir HM. Nabil er framsækinn miðjumaður og talinn mjög öflugur.  

Svisslendingur er kominn inn í myndina. Xherdan Shaqiri getur fengið sig lausan frá Stoke City ef eitthvað félag vill borga 12 milljónir sterlingspunda fyrir hann. Liverpool hafði áhuga á Xherdan á valdatíma Brendan Rodgers en ekkert varð af vistaskiptum. Hann getur spilað á vængjunum og eins framarlega á miðjunni. Áður en hann kom til Stoke, sem féll í vor, lék hann meðal annars með Inter Milan og Bayern Munchen. Hann er því býsna reyndur. 
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan