| Sf. Gutt

Pep Lijnders kominn til baka


Pep Lijnders er aftur kominn í þjálfaralið Liverpool eftir að hafa yfirgefið félagið í byrjun árins til að taka við starfi í Hollandi. Hann tók þá við sem framkvæmdastjóri NEC. En í vor yfirgaf Pep félagið eftir að það náði ekki sæti í efstu deild eins og stefnt var að. Pep hefur nú ákveðið að koma aftur til starfa hjá Liverpool. Er talið að hann verði í hópi þeirra sem þjálfa aðalliðið. 

Þetta verða að teljast góðar fréttir þar sem það þótti vont þegar Pep fór frá félaginu. Hann er mikils metinn hjá Liverpool og hafði verið þar frá því 2014 en þangað kom hann á valdatíma Brendan Rodgers. 
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan