| Sf. Gutt

Mohamed kjörinn Knattspyrnumaður ársins!


Mohamed Salah hefur verið kjörinn Knattspyrnumaður ársins af Samtökum blaðamanna sem skrifa um knattspyrnu. Kevin de Bruyne leikmaður Manchester City kom skammt að baki Mohamed. Þeir tveir fengu meira en 90% af greiddum atkvæðum. Harry Kane framherji Tottenham Hotspur var þriðji. Aðrir sem fengu atkvæði voru þeir Sergio Aguero - Manchester City, Christian Eriksen - Tottenham, Roberto Firmino - Liverpool, Nick Pope - Burnley, David Silva - Manchester City, Raheem Sterling - Manchester City og Jan Vertonghen - Tottenham. Mohamed er fyrsti leikmaðurinn frá Afríku til að hljóta viurkenninguna.


Mohamed Salah hefur þar með unnið bæði stærstu einstaklingsverðlaunin sem eru veitt á hverri leiktíð á Englandi en um daginn var kjörinn Leikmaður ársins af Samtökum atvinnuknattspyrnumanna. Það er ekki ýkja oft sem það hefur gerst. 

Þetta er í 13. sinn sem leikmaður Liverpool fær þessa viðurkenningu og er Mohamed tíundi leikmaðurinn sem fær hana. Hér að neðan er listi yfir þá leikmenn Liverpool sem hafa fengið nafnbótina Knattspyrnumaður ársins.

  
1974 Ian Callaghan

 
1976 Kevin Keegan


 1977 Emlyn Hughes

 
1979 Kenny Dalglish

 
1980 Terry McDermott
 

1983 Kenny Dalglish

 
1984 Ian Rush

 
1988 John Barnes

 
1989 Steve Nicol

 1990 John Barnes

 2009 Steven Gerrard


2014 Luis Suarez


2018 Mohamed Salah
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan