| Sf. Gutt
Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, segir að Liverpool verði að klára verkefnið í Róm í næstu viku. Nestið, eftir 5:2 sigur á Anfield Road, er býsna gott en ekkert má út af bera.
,,Ég held að við séum augljóslega vonsviknir með að fá á okkur þessi tvö mörk. Okkur fannst við hafa öll völd á vellinum en síðan gáfum við þeim tvö mörk. Það má eiginlega ekki gera það í Meistaradeildinni. En á sama tíma spiluðum við vel, unnum leikinn og förum þangað með þriggja marka forystu."
Nú benda margir á að Roma hafi unnið Barcelona 3:0 á Olympíuleikvanginum og komist þannig áfram í undanúrslit. Það er einmitt sá munur sem Roma þarf til að slá Liverpool út í næstu viku.
,,Þetta verður erfitt því eins og sást í síðustu umferð þegar þeir komu til baka á móti Barcelona, sem eru með eitt besta lið í heimi, og tókst að slá þá út þá bíður okkur virkilega erfitt verkefni. En við hljótum að hafa fengið sjálfstraust á því að hafa spilað svona frábærlega. Við þurfum að fara þangað og spila traustan leik sem kemur okkur vonandi í úrslitaleikinn. Ég hef líka trú á að við getum skorað þarna með þá framherja sem við höfum í okkar röðum. Þetta er áskorun en við verðum að hlakka til hennar og vonandi getum við lokið verkefni okkar!"
Ljóst er að verkefni Liverpool í Róm verður erfitt en ef Liverpool á að geta unnið Evrópubikarinn þarf að komast yfir allar hindranir sem á vegi verða!
TIL BAKA
Verðum að klára verkefnið

Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, segir að Liverpool verði að klára verkefnið í Róm í næstu viku. Nestið, eftir 5:2 sigur á Anfield Road, er býsna gott en ekkert má út af bera.
,,Ég held að við séum augljóslega vonsviknir með að fá á okkur þessi tvö mörk. Okkur fannst við hafa öll völd á vellinum en síðan gáfum við þeim tvö mörk. Það má eiginlega ekki gera það í Meistaradeildinni. En á sama tíma spiluðum við vel, unnum leikinn og förum þangað með þriggja marka forystu."
Nú benda margir á að Roma hafi unnið Barcelona 3:0 á Olympíuleikvanginum og komist þannig áfram í undanúrslit. Það er einmitt sá munur sem Roma þarf til að slá Liverpool út í næstu viku.

,,Þetta verður erfitt því eins og sást í síðustu umferð þegar þeir komu til baka á móti Barcelona, sem eru með eitt besta lið í heimi, og tókst að slá þá út þá bíður okkur virkilega erfitt verkefni. En við hljótum að hafa fengið sjálfstraust á því að hafa spilað svona frábærlega. Við þurfum að fara þangað og spila traustan leik sem kemur okkur vonandi í úrslitaleikinn. Ég hef líka trú á að við getum skorað þarna með þá framherja sem við höfum í okkar röðum. Þetta er áskorun en við verðum að hlakka til hennar og vonandi getum við lokið verkefni okkar!"
Ljóst er að verkefni Liverpool í Róm verður erfitt en ef Liverpool á að geta unnið Evrópubikarinn þarf að komast yfir allar hindranir sem á vegi verða!
Nýlegar fréttir
-
| Mummi
Miðasala á Liverpoolleiki -
| Sf. Gutt
Vopnahlésdagurinn -
| Sf. Gutt
Ekkert mark í fyrsta sinn í rúmt ár! -
| Sf. Gutt
Pep Lijnders kominn á annan bekk! -
| Sf. Gutt
Kveðja Trent til Diogo -
| Sf. Gutt
Varð bara að skalla boltann! -
| Sf. Gutt
Sannfærandi sigur! -
| Sf. Gutt
Mun alltaf elska Liverpool! -
| Sf. Gutt
Arne jafnar met Kóngsins! -
| Sf. Gutt
Óheppnasti leikmaður í heimi?
Fréttageymslan

