Táraðist í stemningunni

,,Þegar við vorum nýkomnir í rútuna sá ég í símanum mínum hvernig stemningin var á götunum fyrir utan Anfield. Það var ótrúlegt að sjá það", segir Firmino í viðtali við ESPN í Brasilíu.
,,Svo þegar við nálguðumst og sáum mannhafið og heyrðum lætin þá fékk maður algjöra gæsahúð og ég verð að viðurkenna að ég táraðist. Það var alveg stórkostlegt að finna stemninguna, það gaf okkur þvílíkan aukakraft."
Eins og fram hefur komið fóru einhverjir stuðningsmenn Liverpool aðeins fram úr sér í látunum í gær og UEFA tilkynnti í dag að félagið myndi fá refsingu fyrir þá leiðinlegu hegðun. Til allrar hamingju verður ákvörðun um það hver sú refsing verður ekki tekin fyrr en á fundi aganefndar UEFA þann 31. maí, fimm dögum eftir úrslitaleikinn í Meistaradeildinni.

-
| Sf. Gutt
Kostas Tsimikas bestur í Grikklandi -
| Sf. Gutt
Jordan Henderson meiddur -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Grétar Magnússon
Breytingar á leikjum -
| Sf. Gutt
Þar kom að því! -
| Heimir Eyvindarson
Helgarkviss -
| Sf. Gutt
Spáð í spilin -
| Sf. Gutt
Mohamed Salah brýtur blað -
| Sf. Gutt
Yngsti fyrirliði Liverpool í sögunni! -
| Grétar Magnússon
Fyrsti sigurinn