| Sf. Gutt
Sadio Mané telur að Liverpool geti unnið öll lið sem standa í veginum. Jafnvel að liðið geti unnið Evrópubikarinn í sjötta sinn. Hvort sem það er raunhæft þá er Sadio bjartsýnn.
,,Við erum með nógu gott lið til að leggja hvaða lið í heiminum sem er að velli og það munum við reyna að gera. Hvers vegna ætti Liverpool ekki að geta verið á toppnum árið 2018? Við höfum hug á að vinna Meistaradeildina. Ég er sannfærður um að við getum gert það í fyrsta sinn frá árinu 2005."

Sadio Mané telur Jürgen Klopp vera einn besta þjálfara í heimi. Hann segir leikmenn Liverpool fá mikið af þeirri orku sem hann gefur af sér.
,,Allir leikmennirnir dýrka Jürgen Klopp. Hann er alltaf jákvæður og skilar mikilli orku sinni til okkar. Hann er einstakur þjálfari. Ég tel að hann sé einn af þeim bestu í faginu. Allir knattspyrnumenn myndu gjarnan vilja æfa undir hans stjórn."
Sadio er búinn að skora 15 mörk á keppnistímabilinu og þar með bæta árangur sinn frá síðustu leiktíð. Hann á vonandi eftir að bæta við markareikning sinn í þeim leikjum sem eftir eru til loka leiktíðar. Til dæmis kæmi sér það vel ef hann næði að skora á móti Manchester City í Meistaradeildinni annað kvöld!
TIL BAKA
Getum unnið alla!

Sadio Mané telur að Liverpool geti unnið öll lið sem standa í veginum. Jafnvel að liðið geti unnið Evrópubikarinn í sjötta sinn. Hvort sem það er raunhæft þá er Sadio bjartsýnn.
,,Við erum með nógu gott lið til að leggja hvaða lið í heiminum sem er að velli og það munum við reyna að gera. Hvers vegna ætti Liverpool ekki að geta verið á toppnum árið 2018? Við höfum hug á að vinna Meistaradeildina. Ég er sannfærður um að við getum gert það í fyrsta sinn frá árinu 2005."

Sadio Mané telur Jürgen Klopp vera einn besta þjálfara í heimi. Hann segir leikmenn Liverpool fá mikið af þeirri orku sem hann gefur af sér.
,,Allir leikmennirnir dýrka Jürgen Klopp. Hann er alltaf jákvæður og skilar mikilli orku sinni til okkar. Hann er einstakur þjálfari. Ég tel að hann sé einn af þeim bestu í faginu. Allir knattspyrnumenn myndu gjarnan vilja æfa undir hans stjórn."
Sadio er búinn að skora 15 mörk á keppnistímabilinu og þar með bæta árangur sinn frá síðustu leiktíð. Hann á vonandi eftir að bæta við markareikning sinn í þeim leikjum sem eftir eru til loka leiktíðar. Til dæmis kæmi sér það vel ef hann næði að skora á móti Manchester City í Meistaradeildinni annað kvöld!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Ibrahima Konaté ekki til Íslands -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Goðsagnirnar unnu! -
| Sf. Gutt
Hefði betur þagað! -
| Sf. Gutt
Minningarorð Jürgen Klopp -
| Sf. Gutt
Það var fyrir tíu árum! -
| Sf. Gutt
Hefur engar áhyggjur af Florian! -
| Sf. Gutt
Tveir fá frí frá landsleikjum -
| Sf. Gutt
Bobby saknar vinar í stað -
| Sf. Gutt
Torvelt í Tyrklandi!
Fréttageymslan