| Sf. Gutt

Besti tími ferils míns!



Roberto Firmino telur að núna sé besti tími ferils hans hingað til. Hann segir engu skipta hver skori mörkin hjá Liverpool svo fremi að liðinu gangi vel. 

,,Það þarf að hugsa þetta út frá hagsmunum allra. Því fleiri leikmenn sem skora því betra. Liverpool græðir á því að svo sé. Núna er besti tími ferils míns. Ég er mjög ánægður bæði í mínu persónulega lífi og eins inni á vellinum. Guði sé lof að mörkin koma jafnt og þétt. Það verður mjög erfitt að vinna titilinn á þessari leiktíð en við munum berjast fyrir því að ná sæti í Meistaradeildinni á nýjan leik. Það er eitt af markmiðum okkar."

Roberto Firmino hefur aldrei skorað fleiri mörk en á yfirstandandi keppnistímabili. Hann er búinn að skora 23 mörk og leggja nokkur upp. Hið snilldarlega mark hans á móti Watford um liðna helgi vakti mikla athygli enda í hæsta gæðaflokki. Markið braut líka blað á ferli Roberto því hann setti með því persónulegt met í markaskorun á einni leiktíð. Áður hafi hann skorað mest 22 mörk fyrir Hoffenheim á leiktíðinni 2013/14.


Það er því ekki að undra að Brasilíumaðurinn segi að núna sé besti tími ferils hans. Hann nær vonandi að halda áfram á sömu braut. 



TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan